Íslenski boltinn

FH varð meistari í sófanum heima

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingar fagna titlinum í fyrra.
FH-ingar fagna titlinum í fyrra. vísir/þórdís
FH varð í kvöld Íslandsmeistari í karlaflokki án þess að spila. Breiðablik gerði þá 1-1 jafntefli gegn ÍBV og það þýðir að ekkert lið getur náð FH.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1995 sem lið verður „sófameistari“. Þá varð ÍA Íslandsmeistari.

FH er með 42 stig eftir 20 leiki en Blikar eru með 35 stig. Aðeins eru tvær umferðir eftir í Pepsi-deildinni í sumar.

Þetta er annað árið í röð sem FH verður meistari og í áttunda sinn á þrettán tímabilum sem FH hampar bikarnum eftirsótta.

FH á eftir að spila gegn Víkingi Reykjavík og ÍBV í lokaumferðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×