Gefum þeim raunverulegt val um nám Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þegar ungmenni velja nám að loknum grunnskóla liggur beinast við að fara hina hefðbundnu bóknámsleið. Ekki endilega vegna þess að áhugi flestra liggi á því sviði né heldur vegna þess að það eigi svo afskaplega vel við flesta, heldur vegna þess að þar hafa allar áherslur samfélagsins legið. Virðingin fyrir bóknámi er mikil og ekkert nema gott um það að segja. Sú virðing hefur hins vegar varpað skugga á aðra kosti, eins og starfsnám. Starfsnámið hefur því átt undir högg að sækja og námsframboð dregist saman.Hlutverk grunnskólans Í grunnskóla er meginhluti náms bóknám, þar sem kennsluformið er einfalt og beinn kostnaður liggur helst í námsbókunum sjálfum. Það er dýrara og flóknara að halda uppi verkgreinum. En grunnskólinn ætti að vera sá vettvangur sem ýtir undir fjölbreyttar leiðir í námi og tekur þannig mið af fjölbreytileika atvinnulífsins. Reyndin er að ungmenni finna sér ekki farveg, þau fá ekki stuðning í skólaumhverfinu til að efla sig innan síns áhugasviðs nema að mjög takmörkuðu leyti og skólarnir eru ekki allir í stakk búnir til að bregðast við. Viljann skortir ekki, heldur fjármagnið til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.Hvernig má gera betur? Stjórnvöld í nánum tengslum við atvinnulífið hafa gullið tækifæri til að taka á þessum vanda og styðja betur við menntastofnanir til framkvæmda og fjölbreytileika í námsframboði. Það skiptir öllu að við lok grunnskóla hafi ungmenni raunveruleg tækifæri til að velja þær námsbrautir sem styðja við áhugasvið og löngun til menntunar. Við þurfum að breyta núverandi kerfi, því aðeins þannig getum við vonast til að stemma stigu við brottfalli framhaldsskólanema. Allt of margir fara af stað í nám án þess að vita í raun hvert stefnir, því námið snertir ekki á þeirra áhugasviði og sterku hliðum. Ein lausnin gæti verið sú að strax við fyrsta námsár í framhaldsskóla fari ungmenni að stunda nám á þeim vettvangi sem hugur þeirra leitar til hvað varðar starfsval. Starfsnámið væri því raunverulegur kostur strax við upphaf framhaldsskólagöngu. Þessi ungmenni gætu sett sér framtíðarsýn sem byggir á getu og áhuga á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá eigin styrkleikum og hæfni. Það falla ekki allir inn í bóknámsformið – og þurfa alls ekki að gera það.Tími til framkvæmda Umræðan hefur verið mikil og gagnleg en nú er komið að því að framkvæma og endurskapa. Við verðum að gera starfsmenntun hærra undir höfði og leita leiða til að ungmenni geti valið sig inn á áhugasviðið sitt við upphaf framhaldsskólagöngu. Strax, en ekki eftir eins til tveggja ára bóknámstímabil sem hefur þær afleiðingar að hópur ungmenna gefst upp vegna þess að þeim er ekki mætt út frá þeirra eigin styrkleikum. Þau fyllast vonleysi og uppgjöf. Ávinningur af breyttum áherslum er mikill fyrir einstaklingana, en ekki síður fyrir atvinnulífið og þær starfsgreinar sem við byggjum samfélag okkar á. Þegar skrefið er tekið til fulls og kerfið fær þann kjark sem þarf til breytinga þá fyrst getum við talað um að starfsnám fái þá viðurkenningu sem við viljum að allt nám njóti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun