Háir vextir og verðbólga - myntráð er lausnin Sturla Rafn Guðmundsson skrifar 27. október 2016 10:52 Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á ungt fólk sér ekki viðreisnar von á Íslandi og eru verðbólga og háir vextir lögmál sem ekki er hægt að komast út úr? Frá því að ég fór í nám til Danmörku 1975 hef ég verið Evrópusinni. Þá þegar hafði ég eignast íbúð þar sem lánin voru að hluta til verðtryggð og það vara sama hvað ég borgaðI aldrei lækkuðu lánin. Einn danskur bekkjafélagi átti einnig íbúð en hans lán lækkuðu, það var enginn í bekknum sem skyldi að til væri kerfi sem væri svo fjandsamlegt lántakanum. Nú eru liðin 40 ár og enn býr fólk við þetta fjandsamlega kerfi og að auki himinháa vexti. Lítið hefur breyst og allavega ekki til batnaðar því nú getur ungt fólk ekki eignast íbúð, sem ég þó gat. Ísland hefur valið sér sömu gildi og aðrar Evrópuþjóðir. Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og norrænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum og Nato. Þjóðin gerir kröfur um sömu menntun, atvinnutækifæri og lífskjör og aðrar Evrópuþjóðir og í því sambandi tekið þátt í EES samstarfinu, sem hefur veitt okkur aðgang að innrimarkaði Evrópu. Um þetta hefur ríkt samstaða á alþingi, sama hvaða flokkar hafa verið í stjórn, að minnstakosti hafa ekki komið fram tillögur að breyta þessu. Viðreisn hefur lagt til að fasttengja krónuna við annan gjaldmiðil með svo kölluðu myntráði. Með því myndi skapast gengisstöðugleiki og vaxtamunur við útlönd minnka verulega til hagsbóta fyrir almenning jafnt sem atvinnulífið. Andstæðingar okkar hafa jafngilt þessu og að ganga í ESB, sem er algjör fjarstæða, enda eru mörg lönd sem nýta sér þessa aðferð með góðum árangri ekki einusinni í Evrópu. Útflutningur okkar til Evrópulanda er um 85% af heildarútflutningi okkar. Innflutningur okkar frá þessu sömu löndum er um 50% og viðskipti okkar í Evrum og dönskum krónum er um 40%. Við höfum tekið um upp tvo þriðju af tilskipunum EES og við viljum taka upp norrræna módelið í samskiptum atvinnurekanda og launþega og lifistandard eins og á hinum Norðurlöndum. Ég verð að segja að mig setur hljóðan, þegar ég hugsa til þeirra sem finna ESB allt til foráttu, en aðillast samt það sem ég hef lýst hér á undan. Það var athyglisvert að heyra núverandi fosætisráðherra og formann Framsóknarflokksins segja, að á Íslandi væru okurvextir, en þessi orð lét hann fall í þættinum á Sprengisandi s.l. sunnudag. Hann taldi að það mætti lækka vexti á Íslandi en Seðlabankinn héldi stýrivöxtum of háum. Hann vildi samt ekki fasttengja krónuna og þar með koma í veg fyrir verðbólgu. Þá veltir maður fyrir sér hverjum er Seðlabankinn að þjóna og hvernig má það vera, að kjörnir fulltrúar hafa enga möguleika á að breyta stefnu Seðlabankans, ef þeir í raun og veru vilja. Líklegast er hér um að loforð að ræða sem verður gleymt í næstu viku eins og svo oft áður. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar einnig um að lækka vexti með stöðugleika í efnahagsmálum sem engri ríkisstjórn hefur enn tekist að efna. Viðreisn er með lausn, sem tekur bæði á verðbólgu og háum vöxtum, og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Gefur ungu fólki möguleika á að eignast húsnæði, öðrum að endurfjármagna óhagstæð lán og sparar ríkinu milljarða í vaxtagreiðslur, sem nýtast þá í að styrkja innviðina, sem ekki er vanþörf á.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar