Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2016 07:00 Panos Panay, maðurinn á bakvið Surface tölvur Microsoft, kynnir til leiks Surface Studio, nýja tölvu með risavöxnum snertiskjá. Nordicphotos/AFP Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. Surface Studio er fyrsta borðtölva Microsoft og er hún, líkt og iMac-tölvur Apple, heildstæð tölva þar sem vélbúnaðurinn er innbyggður í skjáinn. Skjárinn, og þar með tölvan, er 28 tommur og er hann snertiskjár. Hægt verður að notast við nýtt tæki, Surface Dial, sem er eins konar hnappur sem maður leggur á skjáinn og snýr, til að mynda til að auka aðdrátt eða snúa myndum.Kynningu á skjánum má sjá að neðan.Tölvan er útbúin ýmist Intel i5 eða i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákorti, allt að 32GB vinnsluminni og 2TB hörðum diski. Fyrir hefðbundna notkun er einnig hægt að tengja mús og lyklaborð við tölvuna. Hún virðist sérsniðin að listamönnum og hönnuðum og kostar ódýrasta gerðin um 350 þúsund krónur í forpöntun. Sú dýrasta kostar um hálfa milljón. Önnur kynslóð fartölvulínu Microsoft, Surface Book, mun kosta á milli 170 og 270 þúsund krónur í forpöntun. Líkt og fyrri kynslóðin er hún útbúin snertiskjá. Innvols tölvunnar er hins vegar sagt mun betra. Rafhlaðan á að endast í sextán klukkustundir og kom fram á viðburðinum í gær að hún væri þrefalt öflugri en þrettán tommu MacBook Pro. Þrívíddaruppfærsla fyrir Windows 10Microsoft kynnti einnig uppfærslur fyrir Windows 10, sérstaklega ætlaðar listamönnum. Þær uppfærslur munu detta inn snemma á næsta ári notendum að kostnaðarlausu. Á meðal nýjunga er ný útgáfa af teikniforritinu Paint sem mun gera notendum kleift að búa til þrívíddarlíkön sem hægt verður að deila á meðal annars Facebook. Til að styðja við nýja útgáfu Paint munu Windows-snjallsímar geta skannað hluti í raunheimum sem svo verður hægt að flytja inn í Paint eða nýja útgáfu glæruforritsins PowerPoint. Einnig munu notendur geta virt þrívíddarlíkönin fyrir sér, kaupi þeir þar til gerð gleraugu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar. Surface Studio er fyrsta borðtölva Microsoft og er hún, líkt og iMac-tölvur Apple, heildstæð tölva þar sem vélbúnaðurinn er innbyggður í skjáinn. Skjárinn, og þar með tölvan, er 28 tommur og er hann snertiskjár. Hægt verður að notast við nýtt tæki, Surface Dial, sem er eins konar hnappur sem maður leggur á skjáinn og snýr, til að mynda til að auka aðdrátt eða snúa myndum.Kynningu á skjánum má sjá að neðan.Tölvan er útbúin ýmist Intel i5 eða i7 örgjörva, 4GB Nvidia GeForce skjákorti, allt að 32GB vinnsluminni og 2TB hörðum diski. Fyrir hefðbundna notkun er einnig hægt að tengja mús og lyklaborð við tölvuna. Hún virðist sérsniðin að listamönnum og hönnuðum og kostar ódýrasta gerðin um 350 þúsund krónur í forpöntun. Sú dýrasta kostar um hálfa milljón. Önnur kynslóð fartölvulínu Microsoft, Surface Book, mun kosta á milli 170 og 270 þúsund krónur í forpöntun. Líkt og fyrri kynslóðin er hún útbúin snertiskjá. Innvols tölvunnar er hins vegar sagt mun betra. Rafhlaðan á að endast í sextán klukkustundir og kom fram á viðburðinum í gær að hún væri þrefalt öflugri en þrettán tommu MacBook Pro. Þrívíddaruppfærsla fyrir Windows 10Microsoft kynnti einnig uppfærslur fyrir Windows 10, sérstaklega ætlaðar listamönnum. Þær uppfærslur munu detta inn snemma á næsta ári notendum að kostnaðarlausu. Á meðal nýjunga er ný útgáfa af teikniforritinu Paint sem mun gera notendum kleift að búa til þrívíddarlíkön sem hægt verður að deila á meðal annars Facebook. Til að styðja við nýja útgáfu Paint munu Windows-snjallsímar geta skannað hluti í raunheimum sem svo verður hægt að flytja inn í Paint eða nýja útgáfu glæruforritsins PowerPoint. Einnig munu notendur geta virt þrívíddarlíkönin fyrir sér, kaupi þeir þar til gerð gleraugu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tækni Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira