Viljum við íslenska ísmola en erlent kjöt? Margrét Gísladóttir skrifar 21. október 2016 08:00 Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun