Hanning: Ekki frágengið að Dagur fari til Japans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 13:30 Dagur Sigurðsson og Bob Hanning. Vísir/Getty Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Tveir íslenskir erlendra landsliða gætu kvatt landslið sín á HM í Frakklandi eftir áramót - Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson. Danska handknattleikssambandið tilkynnti í dag að Guðmundur muni hætta sem þjálfari danska liðsins þegar samningur hans við sambandið rennur út í sumar. Sjá einnig: Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Síðustu daga og vikur hefur einnig verið fjallað um stöðu Dags Sigurðssonar, þjálfara Evrópumeistara Þýskalands. Sjálfur hefur Dagur sagt að hann sé að íhuga sína stöðu en að engin ákvörðun hefur verið tekin. Engu að síður fullyrða fjölmiðlar í Þýskalandi að það liggi fyrir að Dagur hætti með þýska liðið í sumar og að hann taki þá við landsliði Japan, sem verður gestgjafi á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. Báðir þjálfarar náðu frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Guðmundur vann gull með Dönum og Dagur brons með Þjóðverjum. Sjá einnig: Segja Dag taka við japanska landsliðinu „Það er rangt að það sé ákveðið að hann fari til Japans,“ sagði Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, við fréttaveituna DPA í dag. Hanning viðurkennir þó að Japan komi til greina enda þekkir Dagur vel til þar í landi eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003. Dagur hefur einnig verið orðaður við stórliðin PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. „Ég myndi fá þýsku úrvalsdeildina í lið með mér og berjast um að halda Degi ef hann færi til annað þeirra liða,“ sagði Hanning. „En þegar kemur að því lífsplönum Dags þá get ég ekkert gert við því. Ákvörðunin um Japan snýst á engan hátt um peninga,“ sagði hann enn fremur. Hanning hefur viðurkennt að þýska sambandið sé byrjað að líta í kringum sig á eftir mögulegum arftökum Dags en að þjálfarinn íslenski hafi til loka mánaðarins að ákveða hvort hann ætli að halda áfram til 2020 eða segja samningnum sínum upp í sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00 Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30
Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Dagur Sigurðsson geti tvöfaldað laun sín hjá franska stórliðinu PSG. 27. október 2016 12:00
Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Ólympíumeistarinn endurnýjar ekki samninginn við danska handknattleikssambandið. 8. nóvember 2016 10:20
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00