Toblerone neytendur niðurbrotnir eftir umdeildar breytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2016 10:51 Toblerone eftir breytingarnar sem sumir gætu haldið að væru 1. apríl brandari. Mynd af vefsíðu Toblerone Óhætt er að segja að framleiðendur súkkulaðisins Toblerone séu í skotlínunni eftir umdeildar breytingar á súkkulaðinu þrýhyrningslaga. Breytingin er tilkomin vegna aukins framleiðslukostnaðar að sögn framleiðandans, Mondelez International, en nú er meira bil á milli hvers bita eins og sjá má á myndinni að ofan. Breskir fjölmiðlar fjalla allir sem einn um málið í dag sem virðist ekki vekja minni athygli á Bretlandseyjum en fréttir af kjördegi í Bandaríkjunum þar sem úrslitin munu ráðast í forsetakosningunum vestanhafs. Sumir neytendur eru allt annað en sáttir við breytinguna sem er takmörkuð við tvær stærðir af súkkulaðinu, til að byrja með að minnsta kosti, og aðeins í Bretlandi. Eftir breytingarnar er 400 gramma súkkulaðið nú 360 grömm og 170 gramma súkkulaðið 150 grömm. „Við ákváðum að breyta útlitinu til þess að neytendur hefðu enn efni á að kaupa vöruna,“ segir í svari á Facebook-síðu Toblerone þar sem mikil umræða hefur skapast um breytinguna. Telja margir að betri lausn hefði verið að sleppa einum bita heldur en að breyta framsetningu vörunnar á þennan hátt. Verðið er fyrir vikið óbreytt en fólk fær minna súkkulaði en áður fyrir peninginn. Framleiðandinn segir að veikari staða pundsins sé vissulega hluti af vandamálinu en vill þó ekki kenna ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu um. Að neðan má sjá viðbrögð breskra netverja við tíðindunum af nýja Toblerone-inu.The new #Toblerone.Wrong on so many levels. It now looks like a bicycle stand.#WeWantOurTobleroneBack. pic.twitter.com/C71KeNUWF1— James Melville (@JamesMelville) November 8, 2016 Tweets about toblerone Tækni Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Óhætt er að segja að framleiðendur súkkulaðisins Toblerone séu í skotlínunni eftir umdeildar breytingar á súkkulaðinu þrýhyrningslaga. Breytingin er tilkomin vegna aukins framleiðslukostnaðar að sögn framleiðandans, Mondelez International, en nú er meira bil á milli hvers bita eins og sjá má á myndinni að ofan. Breskir fjölmiðlar fjalla allir sem einn um málið í dag sem virðist ekki vekja minni athygli á Bretlandseyjum en fréttir af kjördegi í Bandaríkjunum þar sem úrslitin munu ráðast í forsetakosningunum vestanhafs. Sumir neytendur eru allt annað en sáttir við breytinguna sem er takmörkuð við tvær stærðir af súkkulaðinu, til að byrja með að minnsta kosti, og aðeins í Bretlandi. Eftir breytingarnar er 400 gramma súkkulaðið nú 360 grömm og 170 gramma súkkulaðið 150 grömm. „Við ákváðum að breyta útlitinu til þess að neytendur hefðu enn efni á að kaupa vöruna,“ segir í svari á Facebook-síðu Toblerone þar sem mikil umræða hefur skapast um breytinguna. Telja margir að betri lausn hefði verið að sleppa einum bita heldur en að breyta framsetningu vörunnar á þennan hátt. Verðið er fyrir vikið óbreytt en fólk fær minna súkkulaði en áður fyrir peninginn. Framleiðandinn segir að veikari staða pundsins sé vissulega hluti af vandamálinu en vill þó ekki kenna ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu um. Að neðan má sjá viðbrögð breskra netverja við tíðindunum af nýja Toblerone-inu.The new #Toblerone.Wrong on so many levels. It now looks like a bicycle stand.#WeWantOurTobleroneBack. pic.twitter.com/C71KeNUWF1— James Melville (@JamesMelville) November 8, 2016 Tweets about toblerone
Tækni Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira