Útganga Breta í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Fjárfestirinn Gina Miller, sem höfðaði málið gegn bresku stjórninni, gengur ásamt fylgdarliði sinu út úr dómshúsinu í London í gær eftir að hafa borið sigur úr býtum. Nordicphotos/AFP Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Dómstóll í London komst í gær að þeirri niðurstöðu að breska þingið fari með ákvörðunarvald um það hvort Bretland segi sig úr Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Bretlands geti ekki upp á sitt eindæmi virkjað 50. grein Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, jafnvel þótt breska þjóðin hafi samþykkt útgöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 23. júní síðastliðinn. Ríkisstjórn Theresu May og Íhaldsflokksins sagði úrskurðinn valda vonbrigðum, en honum verði áfrýjað til hæstaréttar. Þegar hefur verið gefið út að hæstiréttur muni kveða upp úrskurð í þessu máli 7. desember næstkomandi. „Þjóðin kaus að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafði samþykki í lögum frá þinginu,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. „Og stjórnin er staðráðin í að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.” May hefur sagt stefnt að því að virkja útgönguákvæði Lissabonsamningsins, 50. greinina, í mars á næsta ári. Fari svo að hæstiréttur staðfesti dómsúrskurðinn þá þarf stjórnin hins vegar að spyrja þingið, en engan veginn er ljóst hvort meirihluti sé á þingi fyrir útgöngu. Breska pundið tók dálítinn kipp við tíðindin, hækkaði um 1,4 prósent gagnvart bæði evru og dollar. Gengi pundsins hefur hríðlækkað eftir að þjóðin samþykkti útgöngu úr ESB í júní síðastliðnum. Evrópuandstæðingurinn Nigel Farage, fráfarandi leiðtogi breska UKIP-flokksins, sagðist hins vegar í gær vera farinn að hafa verulegar áhyggjur. Hætta sé á því að breskir þingmenn muni svíkja kjósendur, sem samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar að Bretland ætti að ganga úr Evrópusambandinu. „Við erum að stefna í hálfa útgöngu,“ sagði hann í útvarpsviðtali í gær. Sjálfur ætli hann hins vegar að halda ótrauður áfram baráttu sinni gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu: „Ég er ekkert að fara að hverfa. Ef við höfum ekki farið úr ESB vorið 2019 þá myndi ég þurfa að helga allan tíma minn baráttunni á ný.” Hann sagði af sér formennsku í flokknum í sumar, eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, enda hafði hann þá náð fram helsta baráttumáli sínu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28