Fótbolti

Norðmenn í þjálfaraleit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Högmo stýrði Noregi í síðasta sinn þegar liðið tapaði á móti Tékkum á föstudaginn.
Högmo stýrði Noregi í síðasta sinn þegar liðið tapaði á móti Tékkum á föstudaginn. vísir/getty
Per-Mathias Högmo er hættur sem þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta eftir þriggja ára starf.

Norðmenn hafa farið illa af stað í undankeppni HM 2018 og eru aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í C-riðli. Eini sigur Noregs til þessa var gegn San Marinó.

Á heimasíðu norska knattspyrnusambandsins segir Högmo að hagsmunir liðsins og knattspyrnusambandsins vegi þyngra en hans eigin og því sé þetta farsælasta lausnin.

Högmo stýrði norska liðinu í 35 leikjum. Aðeins tíu þeirra unnust, 18 töpuðust og sjö leikir enduðu með jafntefli. Hann kom Noregi í umspil fyrir EM 2016 þar sem liðið tapaði fyrir Ungverjalandi.

Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svía, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Högmo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×