Fótbolti

Griezmann er ekki fótbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Griezmann fer hér af velli í leiknum gegn Frökkum.
Griezmann fer hér af velli í leiknum gegn Frökkum. Vísir/Getty
Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann fótbrotnaði ekki eins og óttast var þegar Frakkland vann 2-1 sigur á Svíþjóð á föstudagskvöldið.

Þetta staðfesti Atletico Madrid í yfirlýsingu í gærkvöldi en Griezmann var tekinn af velli í fyrri hálfleik gegn Svíum og dró sig svo úr hópi Frakka fyrir vináttulandsleik gegn Fílabeinsströndinni.

Griezmann marðist illa en hann er nú kominn aftur til Madrídar þar sem hann nýtur aðhlyninngar lækna Atletico Madrid.

Félagið hefur ekki útilokað að sóknarmaðurinn hættulegi verði klár í slaginn fyrir borgarslaginn í spænsku höfuðborginni á laugardag, er Atletico tekur á móti Real Madrid.

„Þetta er ekki alvarlegt,“ sagði Griezmann í viðtali við Marca. „En ég þarf að vinna dægranna á milli til að verða tilbúinn fyrir leikinn á laugardag.“

Griezmann hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur til viðbótar í tíu deildarleikjum Atletico Madrid á tímabilinu til þessa.

Atletico hefur þó tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og er dottið niður í fjórða sæti deildarinnar. Real Madrid hefur hins vegar ekki enn tapað leik á tímabilinu og á toppnum með 27 stig, sex meira en Atletico.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×