Körfubolti

Westbrook með þrennu í sigri Oklahoma | Myndband

Smári Jökull Jónsson skrifar
Russell Westbrook var frábær í sigri Oklahoma City Thunder á Detroit Pistons í nótt.
Russell Westbrook var frábær í sigri Oklahoma City Thunder á Detroit Pistons í nótt. vísir/getty
Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu þegar Oklahoma City Thunder lagði Detroit Pistons að velli í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt.

Westbrook skoraði 17 stig, tók 13 fráköst og gaf 15 stoðsendingar í 106-88 sigri Thunder sem vann þar með sinn tíunda sigur í deildinni. Anthony Morrow var stigahæstur í liði Oklahoma með 21 stig og Tobias Harris skoraði sömuleiðis 21 stig fyrir Pistons.

San Antonio Spurs er komið á flug en þeir unnu níunda leik sinn í röð í nótt þegar þeir lögðu Washington Wizards á útivelli, 112-100. Liðið er ósigrað á útivelli á tímabilinu og hefur unnið alla sína tíu leiki á ferðalögum sínum til þessa.

LaMarcus Aldridge var stigahæstur í liði Spurs með 24 stig en Tony Parker kom næstur með 20 stig.

Þá vann Golden State Warriors sinn ellefta leik í röð þegar þeir lögðu Minnesota Timberwolves á útivelli. Stephen Curry og Kevin Durant fóru mikinn í 115-102 sigri Warriors en Curry skoraði 34 stig og Durant 28 auk þess að taka 10 fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

Washington Wizards San Antonio Spurs 100-112

Charlotte Hornets - New York Knicks 107-102

Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 106-88

Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 115-102

Miami Heat - Memphis Grizzlies 107-110




Fleiri fréttir

Sjá meira


×