Handbolti

Átján íslensk mörk í sigri Löwen

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alexander var frábær í dag.
Alexander var frábær í dag. Vísir/getty
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fóru á kostum í 30-25 sigri Rhein-Neckar Löwen á Füsche Berlin á heimavelli í dag en þetta var sjöundi sigur Löwen í röð.

Íslendingarnir í herbúðum Löwen áttu hreint út sagt frábæran leik með átján af þrjátíu mörkum heimamanna.

Löwen var í banastuði á heimavelli og tók frumkvæðið í leiknum strax á upphafsmínútunum.

Fljótlega var Löwen komið með gott forskot sem fór upp í tíu mörk um tíma en staðan var 18-11 í hálfleik.

Þrátt fyrir að Berlínarrefunum hafi tekist að minnka muninn niður í fjögur mörk var sigurinn aldrei í hættu.

Alexander var markahæstur á vellinum með tíu mörk en Guðjón Valur bætti við átta. Í liði Berlínarrefanna var Bjarki Már Elísson með tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×