Handbolti

Hvíldu markahæsta leikmenn keppninnar en unnu samt leikinn um 5. sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúmenska landsliðið stóð sig vel á EM í Svíþjóð.
Rúmenska landsliðið stóð sig vel á EM í Svíþjóð. Vísir/AFP
Rúmenía tryggði sér fimmta sætið á Evrópumóti kvenna í handbolta eftir dramatískar lokamínútur.

Rúmenía vann þá 23-22 sigur á Þýskalandi í leiknum um fimmta sætið á EM í Svíþjóð en seinna í kvöld fara síðan fram undanúrslitaleikir keppninnar þar sem norska landsliðið mætir meðal annars Frökkum.

Þýsku stelpurnar voru marki yfir í leiknum og með boltann þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum.

Rúmenska liðið gafst ekki upp og skoraði tvö síðustu mörkin þar á meðal sigurmarkið úr hraðaupphlaupi rétt fyrir leikslok eftir að hafa stolið sendingu frá leikmanni þýska liðsins.

Cristina Zamfir skoraði sigurmarkið sekúndu fyrir leikslok eftir að hafa stolið boltanum.

Cristina Zamfir var markahæst í rúmenska liðinu með sex mörk úr níu skotum. Rúmenska liðið var ekki með Cristina Neagu í þessum leik en hún er markahæsti leikmaður keppninnar.

Rúmenski þjálfarinn ákvað að hvíla tvo reyndustu leikmenn liðsins og taka inn í staðinn ungar og stórefnilegar stelpur. Markvörðurinn Paula Ungureanu hvíldi líka.

Markvörðurinn Yuliya Dumanska kom inn í hópinn fyrir þennan leik og varði meðal annars bæði vítin sem hún reyndi við. Denisa Dedu varði líka vel í rúmenska markinu.

Cristina Neagu var með ellefu marka forskot á hina dönsku Stine Jörgensen á listanum yfir markahæstu leikmenn keppninnar og er því ekki örugg með markakóngstitilinn því á tvo leiki eftir.

Cristina Neagu skoraði 46 mörk í 6 leikjum eða 7,7 mörk í leik og er einn allra besti leikmaður heims. Það var því athyglisvert að þær rúmensku gátu unnið án hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×