Handbolti

Danir flugu inn í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Danska liðið fagnar í kvöld.
Danska liðið fagnar í kvöld. vísir/getty
Danmörk og Rúmenía spiluðu hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta í kvöld.

Rúmenum dugði jafntefli en Danir urðu að vinna. Með bakið upp við vegginn spyrnti danska liðið frá sér og vann flottan sigur, 21-17. Danir fylgja því Norðmönnum í undanúrslitin úr milliriðli II.

Dönum tókst að stöðva stórskyttu Rúmena, Cristina Neagu, en hún var búin að skora tíu mörk þrjá leiki í röð. Hún skoraði aðeins 3 mörk úr 13 skotum í kvöld.

Anne Mette Hansen var markahæst í liði Dana með 9 mörk úr 15 skotum.

Þýskaland á enn möguleika á sæti í undanúrslitum eftir öruggan sigur á Svíum, 28-22.

Þýskaland er í öðru sæti milliriðils II með 7 stig en Frakkland er með 6. Frakkland spilar við Serbíu á eftir og með sigri taka Frakkarnir undanúrslitasætið af Þjóðverjum.


Tengdar fréttir

Holland í undanúrslit

Holland varð í dag annað liðið sem tryggir sig inn í undanúrslitin á EM kvenna í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×