Handbolti

Birna Berg og Aron eru handknattleiksfólk ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birna Berg og Aron Pálmarsson.
Birna Berg og Aron Pálmarsson. Vísir/Eyþór/Ernir
Birna Berg Haraldsdóttir og Aron Pálmarsson hafa verið útnefnd handknattleiksfólk ársins af HSÍ.

Birna Berg átti gott ár, sérstaklega eftir að hún gekk í raðir Glassverket í Noregi frá Sävehof í Svíþjóð síðastliðið sumar. Birna Berg hefur spilað vel með liðinu, einnig í Meistaradeild Evrópu þar sem hún var meðal annars valin leikmaður umferðarinnar í haust.

Birna Berg er 23 ára gömul og hélt út í atvinnumennsku árið 2013. Hún er einnig lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Aron Pálmarsson er án nokkurs vafa einn besti handboltamaður heims en hann leikur með ungverska stórliðinu Veszprem.

Veszprem hefur einokað ungverska meistaratitilinn undanfarin ár og komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor, þar sem liðið tapaði fyrir pólska liðinu Kielce í vítakeppni eftir ótrúlegan úrslitaleik.

Aron var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar, Final Four, í Meistaradeild Evrópu og var það í annað skipti sem hann hlaut þá útnefningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×