Kröfur aldraðra í dag Björgvin Guðmundsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Kaflaskipti eru í kjaramálum eldri borgara um þessar mundir. Helstu baráttumál aldraðra í dag eiga að vera þessi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, á að vera 400 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hér er miðað við einhleypinga. Þessi upphæð er alveg samhljóða upphæð meðaltalsneyslu einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar en niðurstaða þeirrar könnunar var 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Könnuð er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu. Hagstofan kannar einnig meðaltalsneyslu heimila. Velferðarráðuneytið kannaði dæmigert neysluviðmið og studdist við neyslukönnun Hagstofunnar. Eru 321 þúsund krónur á mánuði of mikið til framfærslu fyrir aldraða? Nei, því fer víðs fjarri. Þessi upphæð er síst of há og í rauninni er erfitt að framfæra sig af lægri upphæð. Upphæðin, sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum í dag er hins vegar alltof lág, 207 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum; sú upphæð á að hækka upp í 227 þúsund á mánuði um áramót. Upphæðin hjá giftum og sambýlisfólki er aðeins 185 þúsund kr. í dag; hækkar í 196 þúsund um áramót. Þessi upphæð er furðulega lág og óskiljanlegt hvernig hún hefur ratað á blað. Hér er í öllum tilvikum rætt um upphæðir eftir skatt. Nýja upphæðin, sem koma á til framkvæmda um áramótin, er strax orðin úrelt. 196 þús. kr. á mánuði duga hvergi nærri til framfærslu. Hæpið að 227 þúsund á mánuði hjá einhleypingum dugi. Hér er svo naumt skammtað, að það er til skammar. Athugum, að hér er um nýja upphæð að ræða, sem á að vera betri en gamla upphæðin; framförin er sáralítil sem engin. Við kaflaskipti í kjaramálum aldraðra þarf einnig að gera stórsókn til þess að „endurheimta“ lífeyri lífeyrissjóðanna, sem daglega er óbeint verið að hrifsa af okkur með stórfelldum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Þessu verður að linna strax. Ég tel, að afnema verði skerðingarnar alveg, annaðhvort í einu eða tvennu lagi. Það gengur ekki lengur, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi vakni upp við það á lífeyrisaldri, að ríkið taki óbeint af lífeyrissparnaðinum stórar fúlgur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kaflaskipti eru í kjaramálum eldri borgara um þessar mundir. Helstu baráttumál aldraðra í dag eiga að vera þessi: Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, á að vera 400 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Hér er miðað við einhleypinga. Þessi upphæð er alveg samhljóða upphæð meðaltalsneyslu einhleypinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar en niðurstaða þeirrar könnunar var 321 þúsund kr. á mánuði, án skatta. Könnuð er meðaltalsneysla einhleypinga í landinu. Hagstofan kannar einnig meðaltalsneyslu heimila. Velferðarráðuneytið kannaði dæmigert neysluviðmið og studdist við neyslukönnun Hagstofunnar. Eru 321 þúsund krónur á mánuði of mikið til framfærslu fyrir aldraða? Nei, því fer víðs fjarri. Þessi upphæð er síst of há og í rauninni er erfitt að framfæra sig af lægri upphæð. Upphæðin, sem Tryggingastofnun skammtar öldruðum í dag er hins vegar alltof lág, 207 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypingum; sú upphæð á að hækka upp í 227 þúsund á mánuði um áramót. Upphæðin hjá giftum og sambýlisfólki er aðeins 185 þúsund kr. í dag; hækkar í 196 þúsund um áramót. Þessi upphæð er furðulega lág og óskiljanlegt hvernig hún hefur ratað á blað. Hér er í öllum tilvikum rætt um upphæðir eftir skatt. Nýja upphæðin, sem koma á til framkvæmda um áramótin, er strax orðin úrelt. 196 þús. kr. á mánuði duga hvergi nærri til framfærslu. Hæpið að 227 þúsund á mánuði hjá einhleypingum dugi. Hér er svo naumt skammtað, að það er til skammar. Athugum, að hér er um nýja upphæð að ræða, sem á að vera betri en gamla upphæðin; framförin er sáralítil sem engin. Við kaflaskipti í kjaramálum aldraðra þarf einnig að gera stórsókn til þess að „endurheimta“ lífeyri lífeyrissjóðanna, sem daglega er óbeint verið að hrifsa af okkur með stórfelldum skerðingum lífeyris almannatrygginga. Þessu verður að linna strax. Ég tel, að afnema verði skerðingarnar alveg, annaðhvort í einu eða tvennu lagi. Það gengur ekki lengur, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi vakni upp við það á lífeyrisaldri, að ríkið taki óbeint af lífeyrissparnaðinum stórar fúlgur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun