Handbolti

Óvíst hversu lengi Rut verður frá vegna höfuðhöggs

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rut Jónsdóttir verður frá keppni um ókominn tíma.
Rut Jónsdóttir verður frá keppni um ókominn tíma. vísir/getty
Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta, er frá keppni þessa dagana eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik með liði sínu Midtjylland gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en þar segist Rut ekki vita hversu lengi hún verður frá keppni vegna höfuðhöggsins.

Rut fékk heilahristing eftir höfuðhögg síðasta haust og var þá úr leik í um tvo mánuði þannig óvíst er hvenær hún snýr aftur á keppnisvöllinn að þessu sinni.

„Það fylgir mér einhver óheppni um þessar mundir,“ segir Rut við Morgunblaðið.

Rut og stöllur hennar í meistaraliði Midtjylland eru á toppnum í dönsku úrvalsdeildinni með 28 stig eftir fimmtán leiki og hafa fimm stiga forskot á Viborg sem er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×