Handbolti

Aron og félagar fá nýjan þjálfara í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ljubomir Vranjes tekur við ungverska meistaraliðinu Veszprém af Xavi Sabaté í sumar.

Hinn 43 ára gamli Vranjes skrifaði undir þriggja ára samning við Veszprém. Hann kemur til ungverska liðsins frá Flensburg sem hann hefur stýrt frá 2010.

Undir stjórn Vranjes vann Flensburg Meistaradeild Evrópu 2014, þýsku bikarkeppnina 2015 og Evrópukeppni bikarhafa 2013. Liðið situr núna á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson leikur með Veszprém og hefur gert frá 2015. Á síðasta tímabili vann Veszprém ungverska meistaratitilinn, bikarkeppnina, SEHA deildina og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Christian Berge, þjálfari norska landsliðsins, hefur verið nefndur sem mögulegur eftirmaður Vranjes hjá Flensburg. Berge lék með liðinu á árum áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×