Áfengi í matvörubúðir? Guðjón S. Brjánsson og Gunnar Ólafsson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa sölu á áfengi, þ.m.t. vodka og brennivín, í matvöruverslunum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa viðurkennt að áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Það er ekki sami hlutur að drekka hálfan lítra af vodka og hálfan lítra af mjólk svo dæmi sé nefnt. Enginn er dómbær og allsgáður sem hefur drukkið hálfan lítra af vodka, ólíkt þeim sem drakk mjólkina. Áfengi er vímugjafi og að okkar mati á það ekkert erindi í venjulegar verslanir, heldur þvert á móti ætti að takmarka aðgengi að því vegna eðlis og þeirrar skaðsemi sem það veldur. Í gegnum árin hefur ríkt íhaldssöm stefna í áfengismálum á Íslandi. Sem merki um það var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Frá því ári til ársins 2007 jókst áfengisneysla á hvern Íslending 18 ára og eldri um 66%, eða úr 4,53 l á mann árið 1988 í 7,53 l á mann árið 2007, þegar áfengisneyslan náði hámarki. Síðan hefur dregið úr henni og var áfengisneysla árið 2015 um 7,35 l á hvern Íslending. Áfengisvarnarstefna íslenskra stjórnvalda hvílir á fjórum þáttum, forvörnum, háum áfengiskaupaaldri, háum áfengissköttum og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Stefna Íslands í áfengismálum hefur verið í samræmi við forvarnarstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í áfengismálum sem eru háir áfengisskattar, takmarkað aðgengi og bann við auglýsingum á áfengi. Frumvarpið gengur gegn tveimur af þessum þremur meginstoðum í forvarnarstefnu WHO. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu áfengisauglýsingar verða leyfðar í fjölmiðlum og aðgengi að áfengi mun aukast. Í dag rekur ÁTVR 50 verslanir, en ef frumvarpið nær fram að ganga mun verslunum þar sem áfengi verður selt fjölga í 250 verslanir um land allt.Sérfræðingar sammálaEkki þarf að efast um, að ef frumvarpið verður að lögum mun áfengisneysla á Íslandi aukast. Um það eru allir sérfræðingar sammála sem vinna við lýðheilsu og forvarnir. Meira að segja viðurkenna sumir flutningsmenn frumvarpsins sjálfir að svo muni fara. Það er staðreynd að aukin áfengisneysla leiðir til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu. Stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu verða fyrir meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Það er óboðlegt í greinargerð með frumvarpinu að hvergi er minnst á afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Í sænskri rannsókn var fjallað um hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstri, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs þannig fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund (T. Norström og fleiri: Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden). Því er eðlilegt að spurt sé? Af hverju er verið að leggja fram þetta frumvarp? Er verið að þjóna velferðarhagsmunum almennings með þessu frumvarpi? Almenningur hefur ekki kallað eftir þeim breytingum og áhættu sem frumvarpið felur í sér. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Almennings eða þröngra viðskiptahagsmuna verslunarinnar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa sölu á áfengi, þ.m.t. vodka og brennivín, í matvöruverslunum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa viðurkennt að áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Það er ekki sami hlutur að drekka hálfan lítra af vodka og hálfan lítra af mjólk svo dæmi sé nefnt. Enginn er dómbær og allsgáður sem hefur drukkið hálfan lítra af vodka, ólíkt þeim sem drakk mjólkina. Áfengi er vímugjafi og að okkar mati á það ekkert erindi í venjulegar verslanir, heldur þvert á móti ætti að takmarka aðgengi að því vegna eðlis og þeirrar skaðsemi sem það veldur. Í gegnum árin hefur ríkt íhaldssöm stefna í áfengismálum á Íslandi. Sem merki um það var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Frá því ári til ársins 2007 jókst áfengisneysla á hvern Íslending 18 ára og eldri um 66%, eða úr 4,53 l á mann árið 1988 í 7,53 l á mann árið 2007, þegar áfengisneyslan náði hámarki. Síðan hefur dregið úr henni og var áfengisneysla árið 2015 um 7,35 l á hvern Íslending. Áfengisvarnarstefna íslenskra stjórnvalda hvílir á fjórum þáttum, forvörnum, háum áfengiskaupaaldri, háum áfengissköttum og takmörkuðu aðgengi að áfengi. Stefna Íslands í áfengismálum hefur verið í samræmi við forvarnarstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í áfengismálum sem eru háir áfengisskattar, takmarkað aðgengi og bann við auglýsingum á áfengi. Frumvarpið gengur gegn tveimur af þessum þremur meginstoðum í forvarnarstefnu WHO. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu áfengisauglýsingar verða leyfðar í fjölmiðlum og aðgengi að áfengi mun aukast. Í dag rekur ÁTVR 50 verslanir, en ef frumvarpið nær fram að ganga mun verslunum þar sem áfengi verður selt fjölga í 250 verslanir um land allt.Sérfræðingar sammálaEkki þarf að efast um, að ef frumvarpið verður að lögum mun áfengisneysla á Íslandi aukast. Um það eru allir sérfræðingar sammála sem vinna við lýðheilsu og forvarnir. Meira að segja viðurkenna sumir flutningsmenn frumvarpsins sjálfir að svo muni fara. Það er staðreynd að aukin áfengisneysla leiðir til fleiri félagslegra vandamála, meiri ölvunaraksturs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðsfalla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu. Stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lögregla o.s.frv.) munu verða fyrir meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Það er óboðlegt í greinargerð með frumvarpinu að hvergi er minnst á afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Í sænskri rannsókn var fjallað um hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstri, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunaraksturs þannig fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund (T. Norström og fleiri: Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden). Því er eðlilegt að spurt sé? Af hverju er verið að leggja fram þetta frumvarp? Er verið að þjóna velferðarhagsmunum almennings með þessu frumvarpi? Almenningur hefur ekki kallað eftir þeim breytingum og áhættu sem frumvarpið felur í sér. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Almennings eða þröngra viðskiptahagsmuna verslunarinnar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun