Fótbolti

Þessi kappi er sögulega erfiður andstæðingur fyrir Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabián Orellana fagnar mörkum sínum á móti Real Madrid í vetur.
Fabián Orellana fagnar mörkum sínum á móti Real Madrid í vetur. Vísir/Getty
Real Madrid tapaði óvænt í gær fyrir Valencia í spænsku deildinni í fótbolta en Valencia vann 2-1 sigur eftir að hafa skorað tvisvar á fyrstu tíu mínútum leiksins.

Fabián Orellana skoraði seinna mark Valencia á 9. mínútu leiksins og það mark var sögulegt.

Þetta var nefnilega annað mark Fabián Orellana á móti Real Madrid á þessu tímabili en það sem gerir það sögulegt er að hann skoraði hitt markið fyrir Celta de Vigo í ágúst.

Aldrei áður hafði leikmanni tekist að skora fyrir tvö félög á móti Real Madrid á sama tímabili. Tvö af þremur mörkum Fabián Orellana á tímabilinu hafa þar með komið á móti Real Madrid.

Celta de Vigo lánaði Fabián Orellana til Valencia 31. janúar síðastliðinn eftir honum lenti upp á kanti við þjálfarann Eduardo Berizzo.

Fabián Orellana er 31 árs gamall Sílemaður sem hafði spilað með Celta de Vigo frá árinu 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×