Þankar að baki bakþönkum Kári Stefánsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í bakþönkum Fréttablaðsins á þriðjudaginn var birtist greinarstúfur eftir Sirrý Hallgrímsdóttur undir fyrirsögninni Útkall í þágu vísinda. Í greininni sem er lofsverð fyrir þær sakir að höfundur reynir að vera fyndinn eru eftirfarandi atriði sem ég hef út á að setja:1. Sirrý gefur í skyn að Íslensk erfðagreining hafi ekki aflað lífsýna hjá íslenskri þjóð í þágu vísinda heldur í annarlegum tilgangi, óskilgreindum. Staðreyndin er sú að með því að vinna gögn úr þessum sýnum og rýna í þau hefur Íslensk erfðagreining leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í um tvo áratugi og er það í eina skiptið í sögunni sem Ísland hefur svo ekki verður um deilt verið í fararbroddi nútíma vísinda. Fyrirtækið hefur birt rúmlega 400 ritrýndar vísindagreinar í bestu tímaritum heims. Þar sem Sirrý nefnir undirritaðan á nafn sé ég ástæðu til þess að benda á að ég hef tekið þátt í að skrifa 520 vísindagreinar og það hafa birst meira en 80.000 vísindagreinar eftir aðra vísindamenn þar sem er vitnað í mín verk. H-stuðull er einn af þeim mælikvörðum sem eru notaðir á áhrif manna í vísindum og er minn H-stuðull 141, sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur hlotið. Afköst í vísindum hljóta að vera einn mælikvarði á það hversu líklegt það kunni að teljast að menn meini það þegar þeir segjast vera að gera eitthvað í þágu vísinda. Ég væri hissa ef það fyndust margir vísindamenn í Evrópu sem hefðu skilað meiri afköstum. Það nægði samt ekki til þess að koma í veg fyrir að Sirrý, sem var aðstoðarmaður ráðherra mennta og vísinda þangað til fyrir örfáum dögum, gæfi það í skyn að ég noti vísindin til þess að fela annarlegan tilgang að baki söfnun lífsýna.2. Sirrý segir að Íslensk erfðagreining hafi safnað lífsýnum fyrir amerískan lyfjarisa. Staðreyndin er sú að Íslensk erfðagreining hefur aldrei safnað lífsýnum fyrir annan aðila en Íslenska erfðagreiningu og hefur aldrei veitt utanaðkomandi aðila aðgang að sýnum. Íslensk erfðagreining hefur hvorki veitt Amgen né öðrum utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum unnum úr lífsýnum eða annars staðar að. Íslensk erfðagreining á ekki gögnin heldur eru vísindamenn fyrirtækisins vörsluaðilar gagnanna og er aðgangur þeirra takmarkaður af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.3. Öll gögn hjá Íslenskri erfðagreiningu eru geymd undir kennitölum sem hafa verið dulkóðaðar af þriðja aðila samkvæmt ferli sem hefur verið blessaður af Persónuvernd. Þar af leiðandi getur Íslensk erfðagreining ekki borið kennsl á einstaklinga og hefur ekkert að vinna og öllu að tapa með því að gera slíkt. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að íslenskt samfélag nýti sér getuna til þess að finna dulkóðaða kennitölu þess sem hefur skilið eftir lífsýni á vettvangi glæps sem Persónuvernd gæti síðan afkóðað ef lagaheimild væri fyrir hendi. Það eina sem við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum gert af okkur í þessum málum er að bjóðast til þess að aðstoða lögregluna innan ramma laganna til þess að leysa flókin mál. Fyrirtækið hefur ekkert á því að græða og við vorum okkur meðvituð um að boðið myndi að öllum líkindum leiða til þess að fólk af Sirrýjar sauðahúsi reyndi að ata okkur auri. Hvers vegna skyldi Sirrý skrifa þessa grein núna, spyr kannski einhver? Að öllum líkindum vegna þess að hún er að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í von um starf. Sirrý var áður aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, og sá um almannatengsl fyrir hann. Nú heldur hún augljóslega að hún gæti gagnast Sigríði jafnvel og Illuga. Í því felst reginmisskilningur vegna þess að Illugi er gáfaður maður og greindur og það þurfti fjall af heimskulegum ráðum almannatengils til þess að hrekja hann úr pólitík. Það er hins vegar ljóst að Sigríður Á. Andersen mun í sínu tilfelli sjá um þetta sjálf og þarf enga hjálp.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun