Ísland og loftslagsmál – staðan núna og framtíðarsýn Björt Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun