Fótbolti

Hegðun stuðningsmanna Barcelona fer í taugarnar á Enrique

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Enrique segir Andre Gomes til.
Luis Enrique segir Andre Gomes til. Vísir/Getty
Luis Enrique, stjóri Barcelona, er ekki ánægður með hegðun stuðningsmanna liðsins eins og hún hefur verið að undanförnu.

Barcelona hefur veirð í basli að undanförnu. Liðið steinlá fyrir PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku og er sem stendur í öðru sæti spænsku deildarinnar, stigi á eftir Real Madrid sem á tvo leiki til góða.

Í gær máttu Börsungar þakka fyrir 2-1 sigur á Leganes á heimavelli sínum en Lionel Messi skoraði bæði mörk sinna manna, þar af sigurmarkið úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Sjá einnig: Messi skar Börsunga úr snörunni

Stuðningsmenn Barcelona virtust einkar óþolinmóðir í leiknum og létu óánægju sína með liðið og einstaka leikmenn í ljós með því að blístra á þá á meðan leiknum stóð.

„Ég veit að þetta hefur verið erfitt en leikmenn þurfa ekki blístur, heldur ást,“ sagði Enrique í samtali við spænska fjölmiðla eftir leikinn í gær.

Sjá einnig: Einstök liðsuppstilling í 118 ára sögu Barcelona

Miðjumaðurinn Andre Gomes hefur sérstaklega orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Barcelona sem virðast allt annað en sáttir við framlag kappans.

„Ég skil ekki af hverju það er verið að blístra á Andre Gomes. Ég skil ekki svona hegðun en mönnum er frjálst að tjá óánægju sína hvernig sem þeir vilja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×