Fótbolti

Mörg ný andlit í landsliðshópi Heimis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óttar Magnús og Kjartan Henry eru báðir í hópnum.
Óttar Magnús og Kjartan Henry eru báðir í hópnum. vísir/getty
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Kósóvó í undankeppni HM. Sá leikur fer fram 24. mars.

Það vantar mikið í íslenska liðið en Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Theodór Elmar Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson eru allir fjarverandi vegna meiðsla.

Alls valdi Heimir 24 leikmenn í hópinn endu munu ekki allir leikmenn þessa hóps geta tekið þátt í verkefninu á Írlandi fjórum dögum eftir Kósóvó-leikinn.

Kári Árnason og Arnór Ingvi Traustason eru báðir í hópnum þó svo þeir hafi verið að glíma við meiðsli. Rúrík Gíslason snýr líka aftur í hópinn eftir langa fjarveru.

Svo er Kjartan Henry Finnbogason í hópnum sem og Óttar Magnús Karlsson en þeir hafa litla landsliðsreynslu rétt eins og Aron Sigurðarson og Viðar Ari Jónsson.

Hópurinn:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Randers

Ögmundur Kristinsson, Hammarby

Ingvar Jónsson, Sandefjord

Varnarmenn:

Hörður B. Magnússon, Bristol City

Ari Freyr Skúlason, Lokeren

Ragnar Sigurðsson, Fulham

Kári Árnason, AC Omonia

Hólmar Örn Eyjólfsson, Maccabi Haifa

Sverrir Ingi Ingason, Granada

Viðar Ari Jónsson, Brann

Birkir Már Sævarsson, Hammarby

Miðjumenn:

Aron Sigurðarson, Tromsö

Elías Már Ómarsson, IFK Göteborg

Emil Hallfreðsson, Udinese

Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea

Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor

Rúrik Gíslason, Nürnberg

Arnór Ingvi Traustason, Rapid Vín

Sóknarmenn:

Jón Daði Böðvarsson, Wolves

Viðar Örn Kjartansson, Maccabi Tel Aviv

Björn Bergmann Sigurðarson, Molde

Kjartan Henry Finnbogason, Horsens

Óttar Magnús Karlsson, Molde




Fleiri fréttir

Sjá meira


×