Fótbolti

Messi-lausir Argentínumenn töpuðu í þunna loftinu í Bólivíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Argentínumenn eru dottnir niður í 5. sæti Suður-Ameríkuriðilsins.
Argentínumenn eru dottnir niður í 5. sæti Suður-Ameríkuriðilsins. vísir/getty
Argentínumenn eru komnir í vandræði í undankeppni HM 2018 eftir 2-0 ósigur fyrir Bólivíumönnum í kvöld.

Leikurinn fór fram á Estadio Hernando Siles, þjóðarleikvangi Bólivíu, sem stendur 3637 metra yfir sjávarmáli.

Argentínumenn léku án Lionels Messi sem var óvænt dæmdur í fjögurra leikja bann nokkrum klukkutímum fyrir leikinn í kvöld.

Juan Arce og Marcelo Moreno skoruðu mörk Bólivíu sem er í níunda og næstneðsta sæti Suður-Ameríkuriðilsins.

Argentína er komin niður í 5. sæti riðilsins. Fjögur efstu liðin komast beint á HM í Rússlandi en liðið í 5. sæti fer í umspil.


Tengdar fréttir

Messi dæmdur í fjögurra leikja bann

Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×