Fótbolti

Heimir: Gaman að sjá samstöðuna í hópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið æfði á Loro Borici-leikvanginum í Shkoder í Albaníu í morgun en þar fer leikur Kósóvó og Íslands fram á morgun.

Vísir ræddi við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, fyrir æfinguna í morgun og spurði hversu dýrmæt reynsla leikmanna færi í leik sem þessum - gegn óþekktum andstæðingi á erfiðum útivelli?

„Sem betur fer höfum við haft svipaðan kjarna ansi lengi í landsliðinu. Þó svo að leikmenn séu ekki gamlir þá búa þeir yfir mikilli reynslu, sérstaklega eftir EM í sumar. Allir sem fóru þangað hafa öðlast mikla reynslu,“ sagði Heimir.

Sjá einnig: Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði

Nokkuð er um meiðsli í íslenska hópnum en Heimir segir að það komi ekki mikið niður á reynslunni, þó svo að óvanari leikmenn komi inn í liðið nú.

Heimir segir enn fremur að það ríki góð stemning í hópnum, nú sem endranær. „Við tókum hópeflisfund í gær, þar sem leikmenn sáu um fundinn. Það var gaman að sjá andann í hópnum og samstöðuna. Það hefur ekkert breyst á því sviði.“

„Það er líka gaman að sjá hversu vel þeir taka á móti nýjum leikmönnum inn í þennan rótgróna hóp.“


Tengdar fréttir

Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið

Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×