Fótbolti

Gylfi Þór: Liðsheildin er það mikilvægasta og hún hefur ekki breyst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið síðast þegar Ísland spilaði mótsleik í Albaníu, í undankeppni HM 2014. Þá hafði Ísland betur gegn Albaníu, 2-1, en andstæðingurinn að þessu sinni verður lið Kósóvó, sem er að taka þátt í sinni fyrstu undankeppni.

„Ég held að þetta verði gerólíkt. Kósóvó er með nýtt lið og alltaf að bæta við sig nýjum leikmönnum. Það er erfitt að giska á liðið þeirra en þeir eru nokkuð góðir,“ sagði Gylfi við Vísi á æfingu Íslands í Parma í dag.

„Kósóvó er bara með eitt stig í riðlinum en þetta er gott lið með flinka leikmenn sem spila í sterkum deildum.“

Nokkuð er um að lykilmenn vanti í íslenska liðið vegna meiðsla. Gylfi hefur ekki áhyggjur af því.

„Ég er viss um að strákarnir sem koma inn eru tilbúnir að sanna sig. Við erum líka með þannig lið að liðsheildin er það mikilvægasta sem við höfum. Hún hefur ekkert breyst.“


Tengdar fréttir

Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið

Emil Hallfreðsson er lykilmaður í Udinese á Ítalíu, liði sem spilar í einni sterkustu deild heims. Hann segist hafa persónulega orðið fyrir vonbrigðum á EM en hann bíður rólegur eftir tækifæri sínu með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×