Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2017 09:45 Strákarnir okkar eru tíu sætum fyrir ofan Holland. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 21. sæti á nýjum heimslista FIFA þegar hann verður gefinn út 6. apríl. Vefsíðan Football Rankings er búin að reikna út stöðuna eftir síðustu landsleikjaviku og er þetta staða strákanna okkar. Ísland var í 23. sæti á listanum í mars en það féll þá niður um þrjú sæti eftir að ná 20. sæti í febrúar. Það var besta staða íslenska liðsins á heimslistanum frá upphafi en á þeim tímapunkti átti Ísland karla- og kvennalandslið sem voru á meðal þeirra 20 bestu í heiminum.Á þeim tíma var Ísland á meðal átta fótboltastórvelda sem voru með karla- og kvennaliðin inn á topp 20 en hinar þjóðirnar voru og eru Brasilía, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Sviss, England og Ítalía.Heimir Hallgrímsson er aðeins búinn að tapa einum mótsleik síðan hann tók við einn.vísir/gettyTíu sætum fyrir ofan Holland Strákarnir okkar spiluðu tvo leiki í síðustu landsleikjaviku og unnu þá báða. Þeir unnu Kósóvó, 2-1, á útivelli í undankeppni HM 2018 og lögðu svo Írland í fyrsta sinn í Dyflinni, 1-0, með fallegu aukaspyrnumarki Harðar Björgvins Magnússonar. Þrátt fyrir tvo sigra tapaði Ísland þremur stigum á listanum. Það kom samt ekki í veg fyrir að lærisveinar Heimis Hallgrímssonar færðust upp um tvö sæti þar sem svo mörg lið í kringum íslenska liðið töpuðu mun fleiri stigum. Ísland er nú hvorki meira né minna en ellefu sætum fyrir ofan hollenska landsliðið en það mikla fótboltastórveldi fellur um ellefu sæti niður í 31. sæti. Holland hefur aldrei verið neðar á heimslistanum en neðst fór það í 26. sæti í júlí í fyrra. Tvær Norðurlandaþjóðir; Danmörk og Noregur, eru líka í sinni verstu stöðu í sögunni. Danir falla um þrjú sæti niður í 51. sæti en versta staða þeirra var 50. sæti í fyrra.Strákarnir eru áfram langbestir á Norðurlöndum.vísir/gettySvíar sækja á Norska liðið hans Lars Lagerbäck, sem tapaði í frumraun Svíans á móti Norður-Írlandi, fer niður um fimm sæti í 86. sætið. Það er versta staða liðsins í sögunni en lengst féll það niður í 84. sæti í nóvember á síðasta ári. Sænska landsliðið tekur stærsta stökk allra á meðal 50 efstu þjóðanna en Svíarnir fara upp um ellefu sæti eftir sigra gegn Hvíta-Rússlandi og Portúgal í síðustu landsleikjaviku. Svíar eru áfram næstbestir á Norðurlöndum en þeir eru nú í 34. sæti, þrettán sætum á eftir konungum norðursins, strákunum okkar. Eftir frábært gengi að undanförnu í undankeppni HM 2018 er Brasilía búin að endurheimta efsta sæti heimslistans en liðið hefur sætaskipti við Argentínu. Þýskaland er í þriðja sæti, Síle í fjórða og Kólumbía í fimmta sæti. Króatíska landsliðið, sem Ísland mætir á Laugardalsvelli í júní, fer niður um tvö sæti í 18. sætið þrátt fyrir sigur á Úkraínu í síðustu leik liðsins í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti