Ákallið að engu haft Guðjón S. Brjánsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir helgi er því slegið upp að aukning til heilbrigðisþjónustu til ársins 2022 verði hvorki meira né minna en 20%. Látið er að því liggja að um leiftrandi sókn sé að ræða og verulegan viðsnúning til hagsbóta fyrir þá sem lengi hafa beðið. Þegar nánar er að gáð slæ r nokkrum fölva á myndina. Stóra Landspítalaverkefnið er hluti af þessari aukningu og reyndar meira en helmingur. Eftir standa 7,3 milljarðar til annarrar starfsemi og uppbyggingar, m.a. innan heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið sem þarfnast verulegs hluta af þessari upphæð. Framlög til að starfrækja sjúkrahús/heilbrigðisstofnanir í landinu á milli áranna 2017 til 2018 munu aðeins hækka um tæplega 340 milljónir króna sem samsvarar prósentubroti. Ekki verður hægt að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þjónustu og niðurskurður er fram undan. Þvert á það sem var lofað. Þá er hvergi að sjá að uppbygging á landsbyggðinni sé sett í forgang þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda. Þar verður sérfræðiþjónusta áfram í skötulíki. Þá má nefna að engin teikn eru um aukna greiðsluþátttöku í tannlækningum fyrir viðkvæma hópa, m.a. aldraða og öryrkja. Öldrunarheimili búa við verulega vanfjármögnun í dag. Samkvæmt áætluninni til ársins 2022 verða 292 ný hjúkrunarrými tekin í notkun. Þetta eru þörf markmið en sá galli er á gjöf Njarðar að til þess að hægt verði að starfrækja þau vantar að lágmarki þrjá milljarða króna inn í áætlunina. Það bætist við núverandi vanda hjúkrunarheimila sem hleypur á milljörðum. Þá vantar enn peninga til að fjölga dagdvalarrýmum og bæta aðbúnað sem er aðkallandi á mörgum stofnunum. Um raunverulega aukningu útgjalda til heilbrigðisþjónustu verður því miður ekki að ræða á tímabilinu eins og lofað var fyrir kosningar. Ekki verður annað séð en við séum enn í órafjarlægð frá endursköpun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Baráttan mun að óbreyttu standa um að halda í horfinu og áfram verður gengið á laskaða innviði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir helgi er því slegið upp að aukning til heilbrigðisþjónustu til ársins 2022 verði hvorki meira né minna en 20%. Látið er að því liggja að um leiftrandi sókn sé að ræða og verulegan viðsnúning til hagsbóta fyrir þá sem lengi hafa beðið. Þegar nánar er að gáð slæ r nokkrum fölva á myndina. Stóra Landspítalaverkefnið er hluti af þessari aukningu og reyndar meira en helmingur. Eftir standa 7,3 milljarðar til annarrar starfsemi og uppbyggingar, m.a. innan heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið sem þarfnast verulegs hluta af þessari upphæð. Framlög til að starfrækja sjúkrahús/heilbrigðisstofnanir í landinu á milli áranna 2017 til 2018 munu aðeins hækka um tæplega 340 milljónir króna sem samsvarar prósentubroti. Ekki verður hægt að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þjónustu og niðurskurður er fram undan. Þvert á það sem var lofað. Þá er hvergi að sjá að uppbygging á landsbyggðinni sé sett í forgang þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda. Þar verður sérfræðiþjónusta áfram í skötulíki. Þá má nefna að engin teikn eru um aukna greiðsluþátttöku í tannlækningum fyrir viðkvæma hópa, m.a. aldraða og öryrkja. Öldrunarheimili búa við verulega vanfjármögnun í dag. Samkvæmt áætluninni til ársins 2022 verða 292 ný hjúkrunarrými tekin í notkun. Þetta eru þörf markmið en sá galli er á gjöf Njarðar að til þess að hægt verði að starfrækja þau vantar að lágmarki þrjá milljarða króna inn í áætlunina. Það bætist við núverandi vanda hjúkrunarheimila sem hleypur á milljörðum. Þá vantar enn peninga til að fjölga dagdvalarrýmum og bæta aðbúnað sem er aðkallandi á mörgum stofnunum. Um raunverulega aukningu útgjalda til heilbrigðisþjónustu verður því miður ekki að ræða á tímabilinu eins og lofað var fyrir kosningar. Ekki verður annað séð en við séum enn í órafjarlægð frá endursköpun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Baráttan mun að óbreyttu standa um að halda í horfinu og áfram verður gengið á laskaða innviði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar