Fótbolti

Börsungar söknuðu Messi ekkert gegn Granada

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez skoraði og lagði upp.
Suárez skoraði og lagði upp. vísir/getty
Luis Suárez sá til þess að Barcelona saknaði ekki Lionel Messi þegar liðið sótti Granada heim í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-3, Barcelona í vil.

Messi tók út leikbann í kvöld en það breytti litlu gegn næstneðsta liði deildarinnar. Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekk Granada.

Suárez kom Barcelona yfir á 44. mínútu en Jeremie Boga jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks.

Á 64. mínútu fann Suárez varamanninn Paco Alcácer sem kom Börsungum aftur yfir. Matthieu Saunier skoraði svo sjálfsmark á 83. mínútu, rétt eftir eftir að Uche Agbo, miðjumaður Granada, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Það var svo Neymar sem átti síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark Barcelona í uppbótartíma. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil.

Með sigrinum minnkaði Barcelona forskot Real Madrid á toppnum niður í tvö stig. Madrídingar eiga þó enn leik til góða á Börsunga.

Sverrir Ingi og félagar eru í vondum málum en þeir eru átta stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×