Fótbolti

Hvað er Tony Adams að gera? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adams varð fjórum sinnum enskur meistari með Arsenal.
Adams varð fjórum sinnum enskur meistari með Arsenal. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason fékk nýjan stjóra í vikunni þegar Arsenal-goðsögnin Tony Adams tók við Granada.

Adams talaði mannamál á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Granada þar sem hann sagðist ætla að gefa leikmönnum liðsins spark í afturendann.

Adams hefur nú stýrt nokkrum æfingum hjá nýja liðinu sem situr í nítjánda og næstneðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Myndband af einni æfingunni hefur farið sem eldur í sinu um netheima, og ekki að ástæðulausu.

Í myndbandinu sést Adams útskýra æfingu á afskaplega lifandi hátt. Tilburðir gamla Arsenal-fyrirliðans eru all sérstakir og minna á einhvers konar dans. Myndband af herlegheitunum má sjá hér að neðan.

Það kemur svo í ljós á morgun hvort þessar útskýringar Adams hafi náð í gegn en þá mætir Granada Celta Vigo í fyrsta leiknum undir stjórn Englendingsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×