Umfjöllun og viðtöl: ÍA - FH 2-4 | Lennon með þrennu á Skaganum Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2017 18:45 Kristján Flóki skoraði þriðja mark FH. vísir/andri marinó Steven Lennon skoraði þrennu þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn var mikil skemmtun og mörkin mörg hver afar falleg. Lennon kom FH yfir á 15. mínútu en Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin 12 mínútum síðar. Tryggvi skoraði öðru sinni á 33. mínútu en Lennon jafnaði tveimur mínútum síðar. Staðan var 2-2 í hálfleik en á 66. mínútu skoraði Kristján Flóki Finnbogason og kom FH í 2-3. Lennon kláraði svo dæmið með sínu þriðja marki á 77. mínútu.Af hverju vann FH Það var í raun bara reynslan og sigurhefðin sem skilaði FH sigrinum í dag. Liðið er sóknarlega mjög vel mannað og sóknarleikur Íslandsmeistarana er greinilega allt annar en á síðustu leiktíð. Heimir er kominn með þriggja manna varnarkerfi og vill hann greinilega bæta í sóknina. Það skilaði sér í fjórum mörkum í kvöld. FH-ingar voru í vandræðum með að skora á síðustu leiktíð.Þessir stóðu upp úr Steven Lennon var frábær í liði FH og skoraði hann þrennu fyrir gestina. Úr aukaspyrnu og með frábæru skoti. Hann gæti orðið hrikalega góður fyrir FH í sumar. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom virkilega vel út úr þessum leik hjá Skagamönnum en hann gerði einnig tvö mörk og gæti orðið lykilmaður frammi hjá ÍA í sumar.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn hjá báðum liðum var í raun ekkert sérstakur. FH-ingar litu ekki vel út í mörkunum sem Skagamenn skoruðu og Skagamenn voru illa leiknir oft á tíðum í vörninni.Hvað gerist næst? FH-ingar fá nýliða KA í heimsókn í næstu umferð og það verður líklega erfiður leikur. Skagamenn mæta Valsmönnum, sem verður einnig mjög erfiður leikur. Byrjunarlið ÍA 4-4-2 - Páll Gísli Jónsson 4 - Hallur Flosason 5, Hafþór Pétursson 5, Robert Jerzy Menzel 5, Aron Ingi Kristinsson 4 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 4, Arnar Már Guðjónsson 6, Rashid Yussuff 4, Patryk Stefanski 5 - Albert Hafsteinsson 6, Tryggvi Hrafn Haraldsson 7 .Byrjunarlið FH3-5-2 - Gunnar Nielsen 6 - Bergsveinn Ólafsson 6, Davíð Þór Viðarsson 6, Böðvar Böðvarsson 6 - Jonathan Hendrickx 5, Emil Pálsson 5, Robert David Crawfor 5, Steven Lennon 8*, Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 - Halldór Orri Björnsson 6, Kristján Flóki Finnbogason 7. Gunnlaugur: Í basli að leysa þennan sóknarþunga„Það er aldrei gott að fá á sig fjögur mörk á móti FH og í stöðunni 2-2 vorum við virkilega inn í þessum leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Fjórða markið algjörlega drap þennan leik fyrir okkur. Það tók okkur smá tíma að komast inn í þennan leik og við komum varla við boltann fyrsta korterið. Við gerum síðan tvö frábær mörk og komum okkur í góða stöðu. Það var því mjög svekkjandi að fá á okkur jöfnunarmarkið strax.“ Hann segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr þessum leik. „Við sprungum bara svolítið í seinni hálfleikum. Við verðum að vera smá þéttari. Við vorum á smá basli að leysa þennan mikla sóknarþunga og þeir eru að koma svolítið auðveldlega framhjá okkur." Heimir: Ánægður með hvernig við komum til baka„Það var fínt að skora fjögur mörk á erfiðum útivelli,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vissum að Skagamenn yrði skipulagði og myndu beita skyndisóknum. Þeir voru bara hörkugóðir í þessum leik og létu okkur hafa fyrir hlutunum.“ Heimir segir að Steven Lennon hafi séð til þess að FH hafi farið í burtu með þrjú stig. „Hann var gríðarlega öflugur í þessum leik og hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er.“ Hann segir að liðið hafi sýnt mikin karakter í stöðunni 2-1 fyrir ÍA. „Við fengum á okkur tvö mörk og komum til baka. Við bættum okkur síðan í seinnihálfleiknum og vorum að spila mjög vel í þeim síðari." Pepsi Max-deild karla
Steven Lennon skoraði þrennu þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn var mikil skemmtun og mörkin mörg hver afar falleg. Lennon kom FH yfir á 15. mínútu en Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin 12 mínútum síðar. Tryggvi skoraði öðru sinni á 33. mínútu en Lennon jafnaði tveimur mínútum síðar. Staðan var 2-2 í hálfleik en á 66. mínútu skoraði Kristján Flóki Finnbogason og kom FH í 2-3. Lennon kláraði svo dæmið með sínu þriðja marki á 77. mínútu.Af hverju vann FH Það var í raun bara reynslan og sigurhefðin sem skilaði FH sigrinum í dag. Liðið er sóknarlega mjög vel mannað og sóknarleikur Íslandsmeistarana er greinilega allt annar en á síðustu leiktíð. Heimir er kominn með þriggja manna varnarkerfi og vill hann greinilega bæta í sóknina. Það skilaði sér í fjórum mörkum í kvöld. FH-ingar voru í vandræðum með að skora á síðustu leiktíð.Þessir stóðu upp úr Steven Lennon var frábær í liði FH og skoraði hann þrennu fyrir gestina. Úr aukaspyrnu og með frábæru skoti. Hann gæti orðið hrikalega góður fyrir FH í sumar. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom virkilega vel út úr þessum leik hjá Skagamönnum en hann gerði einnig tvö mörk og gæti orðið lykilmaður frammi hjá ÍA í sumar.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn hjá báðum liðum var í raun ekkert sérstakur. FH-ingar litu ekki vel út í mörkunum sem Skagamenn skoruðu og Skagamenn voru illa leiknir oft á tíðum í vörninni.Hvað gerist næst? FH-ingar fá nýliða KA í heimsókn í næstu umferð og það verður líklega erfiður leikur. Skagamenn mæta Valsmönnum, sem verður einnig mjög erfiður leikur. Byrjunarlið ÍA 4-4-2 - Páll Gísli Jónsson 4 - Hallur Flosason 5, Hafþór Pétursson 5, Robert Jerzy Menzel 5, Aron Ingi Kristinsson 4 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 4, Arnar Már Guðjónsson 6, Rashid Yussuff 4, Patryk Stefanski 5 - Albert Hafsteinsson 6, Tryggvi Hrafn Haraldsson 7 .Byrjunarlið FH3-5-2 - Gunnar Nielsen 6 - Bergsveinn Ólafsson 6, Davíð Þór Viðarsson 6, Böðvar Böðvarsson 6 - Jonathan Hendrickx 5, Emil Pálsson 5, Robert David Crawfor 5, Steven Lennon 8*, Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 - Halldór Orri Björnsson 6, Kristján Flóki Finnbogason 7. Gunnlaugur: Í basli að leysa þennan sóknarþunga„Það er aldrei gott að fá á sig fjögur mörk á móti FH og í stöðunni 2-2 vorum við virkilega inn í þessum leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Fjórða markið algjörlega drap þennan leik fyrir okkur. Það tók okkur smá tíma að komast inn í þennan leik og við komum varla við boltann fyrsta korterið. Við gerum síðan tvö frábær mörk og komum okkur í góða stöðu. Það var því mjög svekkjandi að fá á okkur jöfnunarmarkið strax.“ Hann segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr þessum leik. „Við sprungum bara svolítið í seinni hálfleikum. Við verðum að vera smá þéttari. Við vorum á smá basli að leysa þennan mikla sóknarþunga og þeir eru að koma svolítið auðveldlega framhjá okkur." Heimir: Ánægður með hvernig við komum til baka„Það var fínt að skora fjögur mörk á erfiðum útivelli,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vissum að Skagamenn yrði skipulagði og myndu beita skyndisóknum. Þeir voru bara hörkugóðir í þessum leik og létu okkur hafa fyrir hlutunum.“ Heimir segir að Steven Lennon hafi séð til þess að FH hafi farið í burtu með þrjú stig. „Hann var gríðarlega öflugur í þessum leik og hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er.“ Hann segir að liðið hafi sýnt mikin karakter í stöðunni 2-1 fyrir ÍA. „Við fengum á okkur tvö mörk og komum til baka. Við bættum okkur síðan í seinnihálfleiknum og vorum að spila mjög vel í þeim síðari."