Búist við þriggja hesta baráttu um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2017 09:00 Ólafur Jóhannesson er kominn með frábært lið og gæti verið einum framherja frá því að vinna mótið. vísir/eyþór Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira