Íslenski boltinn

Ólsarar bæta við sig Spánverja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alonso Sánchez er mættur til Ólafsvíkur.
Alonso Sánchez er mættur til Ólafsvíkur. mynd/víkó
Víkingar í Ólafsvík eru búnir að bæta við sig leikmanni fyrir átökin í Pepsi-deild karla í sumar.

Ólsarar hafa gengið frá samningi við spænska leikmanninn Alonso Sánchez um að leika með liðinu í sumar en hann var síðast á mála hjá Raufoss í Noregi.

Sánchez æfði með Ólafsvíkingum í æfingaferð þeirra á Spáni fyrr í þessum mánuði og spilaði leiki á móti Stjörnunni og Keflavík. Hann er miðjumaður fæddur árið 1990.

Sánchez er fimmti leikmaðurinn sem Ólsarar bæta við sig en fyrr voru komnir Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá ÍBV, Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Breiðabliki, Hörður Ingi Gunnarsson frá FH og Mirza Mujcic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×