Íslenski boltinn

Hitað upp fyrir Pepsi-deildina með Gumma Ben í beinni á Vísi

Gummi Ben svarar spurningum um Pepsi-deildina í fótbolta.
Gummi Ben svarar spurningum um Pepsi-deildina í fótbolta. vísir/pjetur
Pepsi-deild karla fer af stað um helgina með þremur leikjum en fyrsta beina útsending sumarsins á Stöð 2 Sport HD verður viðureign ÍA og FH klukkan 17.00 á sunnudaginn. Fjórir leikir eru í beinni útsendingu og fyrsti þáttur Pepsi-markanna er svo á dagskrá klukkan 22.00 á mándagskvöldið.

Í tilefni af því að Pepsi-deildin er að hefjast ætlar Vísir að hita upp fyrir hana í beinni útsendingu um klukkan 11.00 í dag en Guðmundur Benediktsson og Tómas Þór Þórðarson munu fara yfir liðin og sumarið framundan auk þess sem lesendur geta sent spurningar á Facebook-síðu Vísis sem Guðmundur og Tómas Þór svara.

365 er að stórauka umfjöllun sína um Pepsi-deildina en bæði Guðmundur og Tómas eru að byrja með nýja þætti í tengslum við mótið.

Gummi Ben verður með þátt sem heitir Teigurinn alla föstudaga í sumar þar sem hans aðalsérfræðingur verður Bjarni Guðjónsson. Þeir tveir ásamt gesti munu hita upp fyrir allar umferðir sumarsins auk þess sem brugðið verður á leik með þrautum fyrir leikmenn deildarinnar og liðin heimsótt á æfingu. Þá verður ítarlegur viðtalsþáttur sem heitir 1 á 1 á dagskrá þegar Teignum er lokið.

Tómas Þór slæst í hópinn með Herði Magnússyn alltaf beint á eftir Pepsi-mörkunum í þættinum Síðustu 20 þar sem farið verður yfir allt sem er að gerast í Pepsi-deildinni og í íslenskum fótbolta.

Fylgist með upphitun Vísis fyrir Pepsi-deildina í beinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×