Fótbolti

Leikmenn Osasuna: Þurfum handjárn til að stöðva Messi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi er markahæstur í spænsku úrvalsdeildinni.
Messi er markahæstur í spænsku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Knattspyrnustjóri Osasuna, Petar Vasiljevic, segir að leikmenn botnliðsins hafi stungið upp á óhefðbundinni aðferð til að stöðva Lionel Messi í leik Osasuna og Barcelona annað kvöld.

„Við þurfum að gera áætlun til að stöðva Messi og leikmennirnir lögðu til að þeir myndu bera handjárn og skammbyssu,“ sagði Vasiljevic á blaðamannafundi í dag.

Messi sýndi snilli sína í El Clásico á sunnudaginn, þegar Barcelona vann 2-3 sigur á Real Madrid. Messi skoraði tvívegis í leiknum, þar af sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.

Með sigrinum komst Barcelona á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Real Madrid á þó enn leik til góða á Börsunga.

Staðan er öllu verri hjá Osasuna sem situr á botni deildarinnar og svo gott sem fellur með tapi á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×