Vísindin og sannlíki stjórnmálanna Guðni Elísson skrifar 22. apríl 2017 10:21 Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun