Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 5-0 | Eyjamenn auðveld bráð í Garðabænum Árni Jóhannsson á Samsung-vellinum skrifar 7. maí 2017 20:00 Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar. vísir/anton Stjarnan sigraði ÍBV nokkuð sannfærandi 5-0 í dag á Samsung vellinum í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Heimamenn gerðu út um leikinn nánast í fyrri hálfleik með þremur mörkum og gátu verið í þægilegum gír í þeim seinni. Markaskorarar í dag voru þeir Hólmber Friðjónsson með 2 mörk, Hilmar Árni Halldórsson, Guðjón Baldvinsson og Jósef Kristinn Jósefsson. Hilmar Árni var einnig með stoðsendingu og var maður leiksins að mati blaðamanns. Leikur Stjörnumanna var nánast lýtalaus en leiðinlegt var að sjá að Hólmbert Friðjónsson þurfti að hætta leik eftir 50 mínútur eftir að hafa lent í samstuði við markvörð Eyjamanna og er það mál manna að dæma hefði átt víti. Svo var ekki en Hólmbert skoraði tvö mörk og miðað við gang leiksins í seinni hálfleik voru líkur á því að hann myndi bæta við fleiri.Afhverju vann Stjarnan?Gæði Stjörnunnar eru umtalsvert meiri en er að finna í liði ÍBV og það sást í dag. Stjörnumenn fengu nægan tíma til að athafna sig á vellinum í dag og var Hilmar Árni Halldórsson sem naut helst góðs af því hann fékk boltann í gríð og erg á miðjunni og átti ekki í vandræðum með finna félaga sína í lappir þannig að úr urðu góð upphlaup hjá Stjörnunni. Með örlítið betri sparkvissu hjá sóknarmönnum Stjörnunnar er óhætt að fullyrða að sigurinn hefði getað orðið stærri. Í svona leikjum eru sóknarmennirnir sem fá mestu athyglina en það verður að nefna þátt Daníels Laxdal í leiknum í dag en hann varði boltann tvisvar á línu eftir bestu sóknir Eyjamanna, sem voru fáar, ásamt því að brjóta á bak aftur ótal sóknarlotur gestanna. Markatalan getur skipt sköpum í mótinu og lítur 5-0 mikið betur út en 5-2 á pappírnm. Hverjir stóðu upp úr?Hilmar Árni Halldórsson var valinn maður leiksins en hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu ásamt því að vera lykilmaður í sóknaruppbyggingu heimamanna. Laxdal bræðurnir áttu einnig virkilega góðan leik, Jóhann gaf tvær stoðsendingar og Daníel bjargaði tvisvar á línu. Hægt væri að nefna fleiri en Stjörnuliðið leit mjög vel út í dag. Hvað gekk illa? Eyjamönnum gekk mjög illa að búa sér til sóknir í dag. Upplegg þeirra var greinilega að liggja til baka og reyna skyndisóknir en varnarleikur Stjörnumanna var of góður til að það gæti gengið upp. Því til dæmis þá sást Gunnar Heiðar Þorvaldsson mjög lítið í dag og var einangraður á löngum köflum. Breytingarnar sem Kristján Guðmundsson gerði á liði sínu í seinni hálfleik höfðu lítið að segja. Ásamt því að ganga illa að búa sér til sóknir þá var varnarleikur ÍBV ekki nógu sannfærandi heldur. Stjarnan fékk nánast allan tíma í heiminum í dag til að athafna sig og úr varð stórsigur þeirra. Hvað gerist næst?Það eru komin fjögur stig á töfluna hjá Stjörnunni og sjö mörk í skoruð mörk dálkinn einnig sem verður að teljast fínn árangur úr fyrstu tveimur umferðunum hjá Garðbæingum og er það vel því í næstu fara þeir yfir á Kópavogsvöll og etja þar kappi við Breiðablik í grannaslag. Þeir eru því í góðum gír farandi í þann leik. Eyjamenn fá heimaleik og þurfa þeir á því að halda að eiga góðan leik þegar þeir taka á móti Víking úr Reykjavík. Þeir hafa ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjunum í dag og er lykilatriði að þeir fari að sýna eitthvað því annars fer líklega að þyngjast á mönnum brúnin í Vestmannaeyjum.Rúnar Páll Sigmundsson: Kláruðum báða hálfleikana með stæl „Leikurinn byrjaði vel hjá okkur, mark snemma í leiknum sem hjálpar okkur töluvert í framhaldi af því og við vorum mjög góðir í dag. Við vorum vel skipulagðir og mikill agi í okkar liði og kláruðum við báða hálfleikina með stæl“, sagði sigurreifur þjálfari Stjörnunnar eftir stórsigur sinna manna á ÍBV í dag. Rúnar var spurður hvort skipulagið sem hann setti upp fyrir leik hafi gengið fullkomlega upp en heimamenn fengu mikið pláss inn á vellinum til að athafna sig í dag. „Já við vorum klárir á því að þeir búa til svolítið mikið pláss milli miðju og varnar og leituðum við dálítið þar inn og það gekk vel eftir. Síðan var bara framhald af því í seinni hálfleik og þrátt fyriri þrjár skiptingar þá hélt skipulagið vel og við kláruðum þetta með sóma.“ Rúnar Páll er tiltölulega ánægður með útkomuna í fyrstu tveimur umferðunum en hann sagði að sigurinn í dag hefði verið frábær og stigið sem þeir hafi náð í út í Grindavík hafi verið gott en að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli leikmanna sinna en Baldri Sigurðssyni var skipt út í hálfleik og Hólmbert þurfti að yfirgefa völlinn eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik eftir samstuð við markvörð Eyjamanna sem hugsanlega hefði getað verið víti. „Baldur hefur aðeins verið að stífna upp í nára og þess vegna var skynsamlegt af okkur að taka enga áhættu með hann á meðan ég veit ekki hver fréttirnar af Hólmbert eru en hann var í viðtali við einhvern fjölmiðil hérna áðan þannig að meiðslin geta ekki verið það mikil. Þetta var pjúra víti og hefði verið hægt að dæma líka þegar brotið var á Hilmari Árna en dómarinn reynir náttúrlega að gera sitt besta eins og allir.“ Kristján Guðmundsson: Réðum ekki við tempóið á plastvellinum í dag Það var þungt hljóðið í þjálfara ÍBV eftir leikinn á móti Stjörnunni og skyldi engan undra þegar litið er á úrslit leiksins. „Það breytit leiknum að fá mark svona snemma á sig og þá fara Stjörnumenn að spila leikinn eins og við vildum spila hann og gera þeir það mjög vel. Að verjast á ákveðnum svæðum og sækja á ákveðin svæði og gerðu þeir það mjög vel. Við náðum aldrei neinum takti í sóknarleiknum í dag og svo gerðum við smá vitleysur í varnarleiknum sem við ætluðum að forðast.“ Kristján var spurður hvort úrslit leiksins gerðu það að verkum að hann þyrfti að fara að leita sér að leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokaði og hvað þyrfti að bæta í leik Eyjamanna fyrir næsta leik. „Við megum ekki bara horfa á úrslitin heldur verðum við að horfa á hvað gerist í leiknum og hvað verður til þess að úrslitin verða eins og þau eru. Það er ekki hægt að horfa á sjálfa lokatöluna. Við þurfum að komast í aðeins hærra tempó heldur en í þessum tveimur leikjum og sýnist mér við þurfa allavega einn leik í viðbót til þess. Tempóið á plastvellinum í dag var þannig að við réðum ekki við það.“Einkunnir.Stjarnan: Haraldur Björnsson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Jósef Kristinn Jósefsson 7, Jóhann Laxdal 8, Guðjón Baldvinsson 7, Baldur Sigurðsson 6, Daníel Laxdal 7, Hilmar Árni Halldórsson 8 (Maður leiksins), Hólmbert Aron Friðjónsson 7, Eyjólfur Héðinsson 6, Alex Þór Hauksson 7. ÍBV: Derby Rafael Carrilloberduo 3, Matt Nicholas Paul Garner 4, Avni Pepa 4, Pablo Oshan Punyed Dubon 4, Kaj Leo í Bartalsstovu 4, Sindri Snær Magnússon 5, Jónas Tór Næs 5, Alvaro Montejo Calleja 4, Arnór Gauti Ragnarsson 5, Felix Örn Friðriksson 4, Gunnar Heiðar Þorvaldsson 4 Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla
Stjarnan sigraði ÍBV nokkuð sannfærandi 5-0 í dag á Samsung vellinum í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Heimamenn gerðu út um leikinn nánast í fyrri hálfleik með þremur mörkum og gátu verið í þægilegum gír í þeim seinni. Markaskorarar í dag voru þeir Hólmber Friðjónsson með 2 mörk, Hilmar Árni Halldórsson, Guðjón Baldvinsson og Jósef Kristinn Jósefsson. Hilmar Árni var einnig með stoðsendingu og var maður leiksins að mati blaðamanns. Leikur Stjörnumanna var nánast lýtalaus en leiðinlegt var að sjá að Hólmbert Friðjónsson þurfti að hætta leik eftir 50 mínútur eftir að hafa lent í samstuði við markvörð Eyjamanna og er það mál manna að dæma hefði átt víti. Svo var ekki en Hólmbert skoraði tvö mörk og miðað við gang leiksins í seinni hálfleik voru líkur á því að hann myndi bæta við fleiri.Afhverju vann Stjarnan?Gæði Stjörnunnar eru umtalsvert meiri en er að finna í liði ÍBV og það sást í dag. Stjörnumenn fengu nægan tíma til að athafna sig á vellinum í dag og var Hilmar Árni Halldórsson sem naut helst góðs af því hann fékk boltann í gríð og erg á miðjunni og átti ekki í vandræðum með finna félaga sína í lappir þannig að úr urðu góð upphlaup hjá Stjörnunni. Með örlítið betri sparkvissu hjá sóknarmönnum Stjörnunnar er óhætt að fullyrða að sigurinn hefði getað orðið stærri. Í svona leikjum eru sóknarmennirnir sem fá mestu athyglina en það verður að nefna þátt Daníels Laxdal í leiknum í dag en hann varði boltann tvisvar á línu eftir bestu sóknir Eyjamanna, sem voru fáar, ásamt því að brjóta á bak aftur ótal sóknarlotur gestanna. Markatalan getur skipt sköpum í mótinu og lítur 5-0 mikið betur út en 5-2 á pappírnm. Hverjir stóðu upp úr?Hilmar Árni Halldórsson var valinn maður leiksins en hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu ásamt því að vera lykilmaður í sóknaruppbyggingu heimamanna. Laxdal bræðurnir áttu einnig virkilega góðan leik, Jóhann gaf tvær stoðsendingar og Daníel bjargaði tvisvar á línu. Hægt væri að nefna fleiri en Stjörnuliðið leit mjög vel út í dag. Hvað gekk illa? Eyjamönnum gekk mjög illa að búa sér til sóknir í dag. Upplegg þeirra var greinilega að liggja til baka og reyna skyndisóknir en varnarleikur Stjörnumanna var of góður til að það gæti gengið upp. Því til dæmis þá sást Gunnar Heiðar Þorvaldsson mjög lítið í dag og var einangraður á löngum köflum. Breytingarnar sem Kristján Guðmundsson gerði á liði sínu í seinni hálfleik höfðu lítið að segja. Ásamt því að ganga illa að búa sér til sóknir þá var varnarleikur ÍBV ekki nógu sannfærandi heldur. Stjarnan fékk nánast allan tíma í heiminum í dag til að athafna sig og úr varð stórsigur þeirra. Hvað gerist næst?Það eru komin fjögur stig á töfluna hjá Stjörnunni og sjö mörk í skoruð mörk dálkinn einnig sem verður að teljast fínn árangur úr fyrstu tveimur umferðunum hjá Garðbæingum og er það vel því í næstu fara þeir yfir á Kópavogsvöll og etja þar kappi við Breiðablik í grannaslag. Þeir eru því í góðum gír farandi í þann leik. Eyjamenn fá heimaleik og þurfa þeir á því að halda að eiga góðan leik þegar þeir taka á móti Víking úr Reykjavík. Þeir hafa ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjunum í dag og er lykilatriði að þeir fari að sýna eitthvað því annars fer líklega að þyngjast á mönnum brúnin í Vestmannaeyjum.Rúnar Páll Sigmundsson: Kláruðum báða hálfleikana með stæl „Leikurinn byrjaði vel hjá okkur, mark snemma í leiknum sem hjálpar okkur töluvert í framhaldi af því og við vorum mjög góðir í dag. Við vorum vel skipulagðir og mikill agi í okkar liði og kláruðum við báða hálfleikina með stæl“, sagði sigurreifur þjálfari Stjörnunnar eftir stórsigur sinna manna á ÍBV í dag. Rúnar var spurður hvort skipulagið sem hann setti upp fyrir leik hafi gengið fullkomlega upp en heimamenn fengu mikið pláss inn á vellinum til að athafna sig í dag. „Já við vorum klárir á því að þeir búa til svolítið mikið pláss milli miðju og varnar og leituðum við dálítið þar inn og það gekk vel eftir. Síðan var bara framhald af því í seinni hálfleik og þrátt fyriri þrjár skiptingar þá hélt skipulagið vel og við kláruðum þetta með sóma.“ Rúnar Páll er tiltölulega ánægður með útkomuna í fyrstu tveimur umferðunum en hann sagði að sigurinn í dag hefði verið frábær og stigið sem þeir hafi náð í út í Grindavík hafi verið gott en að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli leikmanna sinna en Baldri Sigurðssyni var skipt út í hálfleik og Hólmbert þurfti að yfirgefa völlinn eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik eftir samstuð við markvörð Eyjamanna sem hugsanlega hefði getað verið víti. „Baldur hefur aðeins verið að stífna upp í nára og þess vegna var skynsamlegt af okkur að taka enga áhættu með hann á meðan ég veit ekki hver fréttirnar af Hólmbert eru en hann var í viðtali við einhvern fjölmiðil hérna áðan þannig að meiðslin geta ekki verið það mikil. Þetta var pjúra víti og hefði verið hægt að dæma líka þegar brotið var á Hilmari Árna en dómarinn reynir náttúrlega að gera sitt besta eins og allir.“ Kristján Guðmundsson: Réðum ekki við tempóið á plastvellinum í dag Það var þungt hljóðið í þjálfara ÍBV eftir leikinn á móti Stjörnunni og skyldi engan undra þegar litið er á úrslit leiksins. „Það breytit leiknum að fá mark svona snemma á sig og þá fara Stjörnumenn að spila leikinn eins og við vildum spila hann og gera þeir það mjög vel. Að verjast á ákveðnum svæðum og sækja á ákveðin svæði og gerðu þeir það mjög vel. Við náðum aldrei neinum takti í sóknarleiknum í dag og svo gerðum við smá vitleysur í varnarleiknum sem við ætluðum að forðast.“ Kristján var spurður hvort úrslit leiksins gerðu það að verkum að hann þyrfti að fara að leita sér að leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokaði og hvað þyrfti að bæta í leik Eyjamanna fyrir næsta leik. „Við megum ekki bara horfa á úrslitin heldur verðum við að horfa á hvað gerist í leiknum og hvað verður til þess að úrslitin verða eins og þau eru. Það er ekki hægt að horfa á sjálfa lokatöluna. Við þurfum að komast í aðeins hærra tempó heldur en í þessum tveimur leikjum og sýnist mér við þurfa allavega einn leik í viðbót til þess. Tempóið á plastvellinum í dag var þannig að við réðum ekki við það.“Einkunnir.Stjarnan: Haraldur Björnsson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Jósef Kristinn Jósefsson 7, Jóhann Laxdal 8, Guðjón Baldvinsson 7, Baldur Sigurðsson 6, Daníel Laxdal 7, Hilmar Árni Halldórsson 8 (Maður leiksins), Hólmbert Aron Friðjónsson 7, Eyjólfur Héðinsson 6, Alex Þór Hauksson 7. ÍBV: Derby Rafael Carrilloberduo 3, Matt Nicholas Paul Garner 4, Avni Pepa 4, Pablo Oshan Punyed Dubon 4, Kaj Leo í Bartalsstovu 4, Sindri Snær Magnússon 5, Jónas Tór Næs 5, Alvaro Montejo Calleja 4, Arnór Gauti Ragnarsson 5, Felix Örn Friðriksson 4, Gunnar Heiðar Þorvaldsson 4 Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.