Íslenski boltinn

Mun minni mæting á fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í ár heldur en í fyrra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
KA-menn fjölmenntu að norðan í Kópavoginn.
KA-menn fjölmenntu að norðan í Kópavoginn. vísir/stefán
Mætingin á fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta þetta sumarið var ekkert sérstök en ríflega 3.000 fleiri mættu á fyrstu umferðina í fyrra.

Alls mættu 5.818 áhorfendur á leikina sex eða 970 að meðaltali á hvern leik. Á síðustu leiktíð mættu 8.996 áhorfendur á leikina sex í fyrstu umferð eða 1.499 að meðaltali á hvern leik.

Þetta er fækkun um 3.178 áhorfendur eða ríflega 500 manns á hvern leik. Fæstir mættu á viðureign ÍBV og Fjölnis eða 662 manns en flestir sáu leik KR og Víkings í Frostaskjólinu en þangað mættu 1.430 áhorfendur.

Veðurfar setti vafalítið strik í reikninginn en mætingin var undir 1.000 áhorfendum á þremur leikjum af sex. Í fyrstu umferðinni í fyrra var aðeins einn leikur undir 1.000 áhorfendum í fyrstu umferð en þrír yfir 1.700.

Mætingin síðasta sumar var sú slakasta í áraraðir enda hafði EM sín áhrif á mótið sem þótti ekki skemmtilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×