Íslenski boltinn

„Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag.

Lennon lék lausum hala í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tvívegis. Skotinn bætti svo einu marki við í seinni hálfleik og fullkomnaði þrennuna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson fór ítarlega yfir frammistöðu Lennons í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.

„Hann var algör yfirburðarmaður á vellinum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var í raun og veru ótrúlegt hversu mikið pláss hann fékk og hversu lítinn gaum Skagamenn gáfu honum allan fyrri hálfleikinn,“ sagði Óskar Hrafn sem tók saman fjöldamörg dæmi um það hversu frír Lennon var í fyrri hálfleiknum.

„Skagamenn voru í miklu veseni með Lennon og það er í raun og veru ótrúlegt að hann hafi fengið að valsa um á vallarhelmingi þeirra, nánast óáreittur.“

Greiningu Óskars Hrafns má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×