Íslenski boltinn

Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Síðustu 20 er nýr þáttur á Stöð 2 Sport í umsjón Harðar Magnússonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar þar sem farið er yfir allt það helsta í Pepsi-deildinni og íslenskum fótbolta beint á eftir Pepsi-mörkunum sjálfum.

Fyrsti þátturinn var á dagskrá í gær þar sem málefni úr fyrstu umferðinni voru tekin fyrir. Það þóttu stærstu úrslit umferðarinnar fyrir Grindavík að ná jafntefli gegn Stjörnunni en nýliðum KA er spáð mjög góðu gengi eftir byrjun sína á móti Breiðabliki.

Fjöldi ungra leikmanna í fyrstu umferð var tekin fyrir og rýnt í mögulega ástæðu þess að ekki fleiri ungir leikmenn fá tækifæri en raun ber vitni. Þá var stóra málið þessa umferðina hækkun á miðaverði í Pepsi-deildinni sem fór úr 1.500 krónum í 2.000 krónur fyrir sumar.

Þátturinn var í opinni dagskrá bara í gærkvöldi og má sjá hann í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×