Íslenski boltinn

Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sex mörk voru skoruð í leik ÍA og FH á Akranesi.
Sex mörk voru skoruð í leik ÍA og FH á Akranesi. vísir/andri marinó
Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur.

Steven Lennon átti frábæran leik og skoraði þrennu. Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson var einnig í stuði og skoraði tvö mörk.

Valur vann Víking Ó. 2-0 en sigurinn hefði hæglega geta orðið mun stærri. Dion Acoff og Nikolaj Hansen skoruðu mörk Valsmanna sem er spáð góðu gengi í sumar.

Ekkert mark var hins vegar skorað í leik ÍBV og Fjölnis á Hásteinsvöllur. Þar fór hins vegar rautt spjald á loft en Hafsteinn Briem var rekinn af velli eftir stundarfjórðungs leik.

Valur 2-0 Víkingur Ó.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×