Íslenski boltinn

Valsmenn með bikarsigra í öllum landshlutum síðustu þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmaðurinn Sigurður Egill Lárusson.
Valsmaðurinn Sigurður Egill Lárusson. Vísir/Eyþór
Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í Val eru komnir áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla 2017 eftir sigur á Víkingi í Ólafsvík í gærkvöldi.

Með þessum sigri á Ólafsvíkurvelli í gærkvöldi hafa Valsmenn náð því að vinna bikarsigra í öllum landshlutum undanfarin þrjú tímabil.

Það var Andri Adolphsson sem skoraði sigurmark Valsmanna í gær en það kom rétt fyrir hálfleik eftir sendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni.

Valsliðið hafði áður unnið bikarleik á Suðurlandi, á Austurlandi, á Norðurlandi og svo nokkra bikarsigra á höfuðborgarsvæðinu.

Níu af ellefu bikarsigrum Valsmanna á þessum þremur árum hafa komið utan Hlíðarenda þar af tveir þeirra í bikarúrslitum á Laugardalsvellinum.

Þetta er líka þriðja árið í röð sem Valsmenn slá Víkingslið út úr bikarkeppninni en síðustu tvö árin hafði Valsliðið reyndar endar bikarsumarið hjá Reykjavíkur-Víkingum.



Útisigrar Valsmanna í bikarkeppninni 2015-2017:

Vesturland

1-0 sigur á móti Víkingi Ó. í Ólafsvík í 32 liða úrslitum 2017

Suðurland

2-1 sigur á móti Selfossi á Selfossi í undanúrslitum 2016

Norðurland

5-4 sigur í vítakeppni á móti KA á Akureyri í undanúrslitum 2015

Austurland

4-0 sigur á móti Fjarðabyggð á Reyðarfirði í 16 liða úrslitum 2015

Höfuðborgarsvæðið

2-1 sigur á móti Víkingi R. í Fossvogi í Reykjavík í 8 liða úrslitum 2015

2-0 sigur á móti KR í Laugardalnum í Reykjavík í bikarúrslitum 2015

1-0 sigur á móti Fjölni í Grafarvogi í Reykjavík í 32 liða úrslitum 2016

3-2 sigur á móti Víkingi R. í Fossvogi í Reykjavík í 16 liða úrslitum 2016

2-0 sigur á móti ÍBV í Laugardalnum í Reykjavík í bikarúrslitum 2016

- Valsmenn hafa einnig unnið tvo heimasigra í bikarnum á þessum tíma, 4-0 á móti Selfossi í 32 liða úrslitum 2015 og 5-0 á móti Fylki í átta liða úrslitum 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×