Íslenski boltinn

Aðstoðarmaður Arnars stýrir Blikum í stórleiknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Blikar eru án stiga eftir tvær umferðir.
Blikar eru án stiga eftir tvær umferðir. vísir/stefán
Sigurður Víðisson stýrir Breiðabliki í 3. umferð Pepsi-deildar karla þegar liðið mætir Stjörnunni í nágrannaslag á sunnudaginn. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sigurður var aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar sem var rekinn á þriðjudaginn en Sigurður tók við aðstoðarþjálfarastarfinu af Kristófer Skúla Sigurgeirssyni síðasta haust.

Sjá einnig:Arnar í einkaviðtali: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“

Blikar vonuðust til þess að ráða danska þjálfarann Allan Kuhn til starfa en eins og Vísir greindi frá í dag hafnaði hann tilboð Kópavogsliðsins. Þjálfaraleit stendur því áfram yfir hjá Blikunum.

Sigurður verður með þá Úlfar Hinriksson og Pál Einarsson sér til aðstoðar í leiknum á sunnudaginn en þeir munu sjá um þjálfa Breiðabliks þar til nýr þjálfari finnst.

Breiðablik er án stiga eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi-deildar karla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×