Umboðssvik Kári Stefánsson skrifar 29. maí 2017 07:00 Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar