Íslenski boltinn

Logi í viðræðum við Víkinga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Logi þjálfaði síðast Stjörnuna 2013.
Logi þjálfaði síðast Stjörnuna 2013. vísir/valgarður
Logi Ólafsson er maðurinn sem Víkingar í Reykjavík vilja að taki við þjálfarastarfinu hjá liðinu eftir að Milos Milojevic sagði upp störfum og gekk í raðir Breiðabliks.

Víkingar eru í viðræðum við Loga samkvæmt heimildum fótbolti.net en hann stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils árið 1991.

Logi þjálfaði síðast Stjörnuna árið 2013 en hann hefur á löngum ferli þjálfað meðal annars ÍA, KR, FH, Selfoss og bæði karla- og kvennalandsliðið.

Logi hefur undanfarin tvö tímabil verið sérfræðingur í Pepsi-mörkunum auk þess sem hann hefur verð sérfræðingur í beinum útsendingum Stöð 2 Sport í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum um árabil.

Víkingar eiga næst leik á móti KA fyrir norðan á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Milos: Ég er enginn David Copperfield

Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni.

Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk

Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×