Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 1-2 | Loksins vann Fjölnir gegn FH Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 22. maí 2017 22:30 Fjölnsmenn gáfu ekkert eftir á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld. Vísir/Anton Fjölnismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-1 sigur á FH í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en þetta var fyrsti sigur Fjölnis á FH í efstu deild karla í elleftu tilraun. Gestirnir úr Grafarvogi komust yfir með marki varnarmannsins Ivica Dzolan undir lok fyrri hálfleiks en varamaðurinn Emil Pálsson jafnaði metin fyrir FH um miðbik seinni hálfleiks er FH var komið með góða stjórn á leiknum. Það voru hinsvegar Fjölnismenn sem náðu að bæta við marki tíu mínútum fyrir leikslok en þar var að verki Þórir Guðjónsson með fyrsta marki sínu í sumar eftir fyrirgjöf frá Mario Tadejevic. FH-ingar reyndu að pressa á Fjölnismenn eftir þetta en líkt og í öllum leiknum áttu þeir erfitt með að skapa sér færi og fór svo að Fjölnismenn lönduðu sigrinum.Af hverju vann Fjölnir? Fjölnismenn settu þennan leik fullkomnlega upp og voru að loka vel á svæðið á milli varnar og miðju þar sem Atli Guðnason og Steven Lennon sem var búinn að skora í öllum leikjum fram að þessu njóta sín best. Varnarlínan stóð vaktina sína vel og þar fyrir framan voru miðjumennirnir duglegir að falla til baka og loka svæðunum. Þegar færi gafst til sóttu Fjölnismenn hratt og voru oft ógnandi þegar þeir komust á seinasta þriðjung vallarins. Hægt er að segja að FH hafi verið meira með boltann og sótt stærstan hluta seinni hálfleiksins en um leið og jöfnunarmarkið kom fóru þeir aftur í sömu gryfjur og voru í vandræðum í sóknarleiknum.Þessir stóðu upp úr: Hjá Fjölni stóð varnarlínan vaktina sína vel, Ivica Dzolan skoraði fyrsta mark leiksins en hann og Torfi Tímoteus Gunnarsson gáfu fá færi á sér og nutu sín vel þegar FH fór að beita löngum boltum á lokamínútunum. Þá var Birnir Snær Ingason einn af bestu mönnum vallarins í kvöld en hann stríddi varnarmönnum FH framan af vinstra megin en um leið og Jonathan Hendrickx fór af velli skipti hann um kant og hrellti Jón Ragnar Jónsson það sem eftir lifði leiks.Hvað gekk illa? Hægt er að skrifa slaka spilamennsku FH-liðsins framan af á leikkerfið 3-4-3 sem FH-ingar hafa verið að leika í upphafi móts. Þegar FH skipti í 4-3-3 kerfið kunnuglega sem hefur þjónað liðinu svo vel undanfarin ár komst loksins flæði í sóknaraðgerðir þeirra. Þá átti Jón Ragnar afar erfitt uppdráttar eftir að hafa komið inn sem varamaður en hann átti í vandræðum með spræka kantmenn Fjölnis sem reyndu að keyra á hann við hvert tækifæri.Hvað gerist næst? Fjölnismenn taka á móti toppliði Stjörnunnar á heimavelli sem hefur byrjað tímabilið vel og er með tíu stig að fjórum umferðum loknum en það var gríðarlega mikilvægt fyrir framhaldið hjá Fjölni að Þórir Guðjónsson, framherji liðsins, skyldi ná að brjóta ísinn í kvöld. FH-ingar fara aftur á móti í Vesturbæinn og mæta KR í stórleik umferðarinnar og þurfa að svara fyrir margar spurningar í þeim leik eftir að hafa aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum, þar af tveimur á heimavelli. Heimir: Virtist vera skrifað í skýin að Fjölnismenn myndu vinna þennan leik„Það er svekkjandi að taka ekkert út úr þessu, mér fannst við ekkert spila vel í kvöld og það virtist vera skrifað í skýin að Fjölnismenn myndu vinna þennan leik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hundsvekktur að leikslokum. Fréttavefurinn Fótbolti.net benti á það fyrr í dag að Fjölni hefði aldrei tekist að vinna FH í efstu deild. „Þessi frétt kemur um að FH hafi ekki tapað í tólf tilraunum gegn Fjölni síðan þeir komust fyrst upp í efstu deild og leikmannahópurinn minn réði einfaldlega ekki við það. Strákarnir litu greinilega of stórt á sig eftir að hafa lesið þetta.“ FH fékk tvö góð færi í upphafi fyrri hálfleiks sem gátu gjörbreytt leiknum. „Við fengum ágætis færi í þessum leik rétt eins og þeir, það hefði auðvitað breytt einhverju ef við hefðum skorað þar en við áttum kannski bara á endanum ekkert skilið úr þessum leik.“ Heimir breytti aðeins til í seinni hálfleik, breytti um leikkerfi og FH tók við sér. „Það gekk lítið í fyrri hálfleik og við vildum reyna að breyta þessu. Komast meira út á vængina, fá fyrirgjafir og þetta lagaðist þar til að við jöfnum metin. Við náðum ekki að fylgja því eftir. Það er af mörgu að taka til þess að laga á báðum endum vallarins og það er áhyggjuefni.“ Ágúst: Mátt ekki fara á taugum í Kaplakrika„Þetta var frábær leikur hjá okkur, það var þvílík vinnusemi í öllu liðinu og mér fannst við verðskulda þennan sigur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, gríðarlega sáttur að leikslokum. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis gegn FH í efstu deild í elleftu tilraun. „Þessi sigur er mjög kærkominn og skrifar svolítið blað í sögunni okkar sem félag með fyrsta sigrinum á FH. Það er gott að kveða niður grýlur, við höfðum aldrei unnið Breiðablik og FH en þetta er allt að koma hjá okkur.“ „Þeir sóttu ansi þungt á okkur þarna í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik eins og FH gerir alltaf en við fengum Þóri flottan inn af bekknum og hann nær að setja sigurmarkið. Það er frábært að geta sett alvöru menn inná,“ sagði Ágúst og hélt áfram: „Þegar þú kemur hingað í Kaplakrikann þá máttu ekki fara á taugum, við náðum að halda boltanum ágætlega innan liðsins og náðum að standast áhlaup þeirra þegar þau komu.“ Davíð Þór: Áttum ekkert skilið út úr þessum leik„Við áttum eiginlega ekkert skilið út úr þessum leik, fyrir utan tuttugu mínútna kafla vorum við bara lélegir,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hreinskilinn að leikslokum. „Við sköpuðum lítið og þeir áttu auðvelt með að keyra hratt upp á okkur. Við vorum lélegir á báðum endum vallarins fyrir utan þennan tuttugu mínútna kafla þegar við látum boltann ganga vel og spilum ágætlega.“ Davíð sagði stigasöfnun FH-inga vera áhyggjuefni. „Það er áhyggjuefni að vera bara með tvö stig í síðustu þremur leikjum, þar af tveimur þeirra á heimavelli og spilamennskan er ekki nægilega góð nema hluta þessarra leikja,“ sagði Davíð sem sagði margt geta farið betur. „Við þurfum að gjöra svo vel að hugsa okkar gang, tvö stig í þremur umferðum er ekki boðlegt. Við þurfum að finna lausnir á þessum vandamálum og byrja að mæta klárir í leikina í stað þess að vera lélegir stóran hluta fyrri hálfleiksins.“FH 3-4-3: Gunnar Nielsen 4, Bergsveinn Ólafsson 6, Kassim Doumbia 6, Böðar Böðvarsson 5 - Jonathan Hendrickx 6 (42. Jón Ragnar Jónsson 3), Davíð Þór Viðarsson 5, Robbie Crawford 4 (82. Atli Viðar Björnsson), Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (58. Emil Pálsson 6) - Atli Guðnason 6, Steven Lennon 4, Kristján Flóki Finnbogason 5.Fjölnir 4-3-3: Þórður Ingason 7 - Hans Viktor Guðmundsson 7, Torfi Tímoteus Gunnarsson 7, Ivica Dzolan 8, Mario Tadejevic 6 - Igor Taskovic 6, Igor Jugovic 7 (86. Anton Freyr Ársælsson), Ægir Jarl Jónasson 6 - Birnir Snær Ingason 7 (90. Ingibergur Kort Sigurðsson), Bojan Stefán Ljubicic 5 (66. Þórir Guðjónsson 6), Marcus Solberg Mathiasen 6. Pepsi Max-deild karla
Fjölnismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-1 sigur á FH í Kaplakrika í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en þetta var fyrsti sigur Fjölnis á FH í efstu deild karla í elleftu tilraun. Gestirnir úr Grafarvogi komust yfir með marki varnarmannsins Ivica Dzolan undir lok fyrri hálfleiks en varamaðurinn Emil Pálsson jafnaði metin fyrir FH um miðbik seinni hálfleiks er FH var komið með góða stjórn á leiknum. Það voru hinsvegar Fjölnismenn sem náðu að bæta við marki tíu mínútum fyrir leikslok en þar var að verki Þórir Guðjónsson með fyrsta marki sínu í sumar eftir fyrirgjöf frá Mario Tadejevic. FH-ingar reyndu að pressa á Fjölnismenn eftir þetta en líkt og í öllum leiknum áttu þeir erfitt með að skapa sér færi og fór svo að Fjölnismenn lönduðu sigrinum.Af hverju vann Fjölnir? Fjölnismenn settu þennan leik fullkomnlega upp og voru að loka vel á svæðið á milli varnar og miðju þar sem Atli Guðnason og Steven Lennon sem var búinn að skora í öllum leikjum fram að þessu njóta sín best. Varnarlínan stóð vaktina sína vel og þar fyrir framan voru miðjumennirnir duglegir að falla til baka og loka svæðunum. Þegar færi gafst til sóttu Fjölnismenn hratt og voru oft ógnandi þegar þeir komust á seinasta þriðjung vallarins. Hægt er að segja að FH hafi verið meira með boltann og sótt stærstan hluta seinni hálfleiksins en um leið og jöfnunarmarkið kom fóru þeir aftur í sömu gryfjur og voru í vandræðum í sóknarleiknum.Þessir stóðu upp úr: Hjá Fjölni stóð varnarlínan vaktina sína vel, Ivica Dzolan skoraði fyrsta mark leiksins en hann og Torfi Tímoteus Gunnarsson gáfu fá færi á sér og nutu sín vel þegar FH fór að beita löngum boltum á lokamínútunum. Þá var Birnir Snær Ingason einn af bestu mönnum vallarins í kvöld en hann stríddi varnarmönnum FH framan af vinstra megin en um leið og Jonathan Hendrickx fór af velli skipti hann um kant og hrellti Jón Ragnar Jónsson það sem eftir lifði leiks.Hvað gekk illa? Hægt er að skrifa slaka spilamennsku FH-liðsins framan af á leikkerfið 3-4-3 sem FH-ingar hafa verið að leika í upphafi móts. Þegar FH skipti í 4-3-3 kerfið kunnuglega sem hefur þjónað liðinu svo vel undanfarin ár komst loksins flæði í sóknaraðgerðir þeirra. Þá átti Jón Ragnar afar erfitt uppdráttar eftir að hafa komið inn sem varamaður en hann átti í vandræðum með spræka kantmenn Fjölnis sem reyndu að keyra á hann við hvert tækifæri.Hvað gerist næst? Fjölnismenn taka á móti toppliði Stjörnunnar á heimavelli sem hefur byrjað tímabilið vel og er með tíu stig að fjórum umferðum loknum en það var gríðarlega mikilvægt fyrir framhaldið hjá Fjölni að Þórir Guðjónsson, framherji liðsins, skyldi ná að brjóta ísinn í kvöld. FH-ingar fara aftur á móti í Vesturbæinn og mæta KR í stórleik umferðarinnar og þurfa að svara fyrir margar spurningar í þeim leik eftir að hafa aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum, þar af tveimur á heimavelli. Heimir: Virtist vera skrifað í skýin að Fjölnismenn myndu vinna þennan leik„Það er svekkjandi að taka ekkert út úr þessu, mér fannst við ekkert spila vel í kvöld og það virtist vera skrifað í skýin að Fjölnismenn myndu vinna þennan leik,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hundsvekktur að leikslokum. Fréttavefurinn Fótbolti.net benti á það fyrr í dag að Fjölni hefði aldrei tekist að vinna FH í efstu deild. „Þessi frétt kemur um að FH hafi ekki tapað í tólf tilraunum gegn Fjölni síðan þeir komust fyrst upp í efstu deild og leikmannahópurinn minn réði einfaldlega ekki við það. Strákarnir litu greinilega of stórt á sig eftir að hafa lesið þetta.“ FH fékk tvö góð færi í upphafi fyrri hálfleiks sem gátu gjörbreytt leiknum. „Við fengum ágætis færi í þessum leik rétt eins og þeir, það hefði auðvitað breytt einhverju ef við hefðum skorað þar en við áttum kannski bara á endanum ekkert skilið úr þessum leik.“ Heimir breytti aðeins til í seinni hálfleik, breytti um leikkerfi og FH tók við sér. „Það gekk lítið í fyrri hálfleik og við vildum reyna að breyta þessu. Komast meira út á vængina, fá fyrirgjafir og þetta lagaðist þar til að við jöfnum metin. Við náðum ekki að fylgja því eftir. Það er af mörgu að taka til þess að laga á báðum endum vallarins og það er áhyggjuefni.“ Ágúst: Mátt ekki fara á taugum í Kaplakrika„Þetta var frábær leikur hjá okkur, það var þvílík vinnusemi í öllu liðinu og mér fannst við verðskulda þennan sigur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, gríðarlega sáttur að leikslokum. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis gegn FH í efstu deild í elleftu tilraun. „Þessi sigur er mjög kærkominn og skrifar svolítið blað í sögunni okkar sem félag með fyrsta sigrinum á FH. Það er gott að kveða niður grýlur, við höfðum aldrei unnið Breiðablik og FH en þetta er allt að koma hjá okkur.“ „Þeir sóttu ansi þungt á okkur þarna í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik eins og FH gerir alltaf en við fengum Þóri flottan inn af bekknum og hann nær að setja sigurmarkið. Það er frábært að geta sett alvöru menn inná,“ sagði Ágúst og hélt áfram: „Þegar þú kemur hingað í Kaplakrikann þá máttu ekki fara á taugum, við náðum að halda boltanum ágætlega innan liðsins og náðum að standast áhlaup þeirra þegar þau komu.“ Davíð Þór: Áttum ekkert skilið út úr þessum leik„Við áttum eiginlega ekkert skilið út úr þessum leik, fyrir utan tuttugu mínútna kafla vorum við bara lélegir,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, hreinskilinn að leikslokum. „Við sköpuðum lítið og þeir áttu auðvelt með að keyra hratt upp á okkur. Við vorum lélegir á báðum endum vallarins fyrir utan þennan tuttugu mínútna kafla þegar við látum boltann ganga vel og spilum ágætlega.“ Davíð sagði stigasöfnun FH-inga vera áhyggjuefni. „Það er áhyggjuefni að vera bara með tvö stig í síðustu þremur leikjum, þar af tveimur þeirra á heimavelli og spilamennskan er ekki nægilega góð nema hluta þessarra leikja,“ sagði Davíð sem sagði margt geta farið betur. „Við þurfum að gjöra svo vel að hugsa okkar gang, tvö stig í þremur umferðum er ekki boðlegt. Við þurfum að finna lausnir á þessum vandamálum og byrja að mæta klárir í leikina í stað þess að vera lélegir stóran hluta fyrri hálfleiksins.“FH 3-4-3: Gunnar Nielsen 4, Bergsveinn Ólafsson 6, Kassim Doumbia 6, Böðar Böðvarsson 5 - Jonathan Hendrickx 6 (42. Jón Ragnar Jónsson 3), Davíð Þór Viðarsson 5, Robbie Crawford 4 (82. Atli Viðar Björnsson), Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (58. Emil Pálsson 6) - Atli Guðnason 6, Steven Lennon 4, Kristján Flóki Finnbogason 5.Fjölnir 4-3-3: Þórður Ingason 7 - Hans Viktor Guðmundsson 7, Torfi Tímoteus Gunnarsson 7, Ivica Dzolan 8, Mario Tadejevic 6 - Igor Taskovic 6, Igor Jugovic 7 (86. Anton Freyr Ársælsson), Ægir Jarl Jónasson 6 - Birnir Snær Ingason 7 (90. Ingibergur Kort Sigurðsson), Bojan Stefán Ljubicic 5 (66. Þórir Guðjónsson 6), Marcus Solberg Mathiasen 6.