Fótbolti

Helgi: Einbeitum okkur að okkar styrkleikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar einbeiti sér fyrst og fremst að sjálfum sér fyrir leikinn mikilvæga gegn Króötum á sunnudagskvöldið.

„Það er voðalega erfitt að segja um veika bletti hjá svona liði. Við einbeitum okkur að okkar styrkleikum. Við erum á heimavelli og það er það sem skiptir máli,“ sagði Helgi í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég vil setja meiri einbeitingu í það sem við getum gert heldur en að finna veikleika hjá einhverjum öðrum.“

Að sögn Helga eru það smáatriðin sem skipta máli þegar komið er út í leiki gegn jafn sterku liði og Króatíu.

„Það eru litlu atriðin og það er bara þannig að maður má ekki gera mörg mistök í vörninni því þeir nýta sér það,“ sagði Helgi. „Maður fær að sama skapi ekki mörg tækifæri á móti svona liði en verður að nýta þau sem maður fær.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Arnór Ingvi: Vitum allt um króatíska liðið

"Ég er í fínu standi og æft af fullu síðustu vikur. Meiðslin hafa auðvitað sett strik í reikninginn hjá mér í vetur,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í blíðunni í Laugardalnum.

Hannes: Hugur í okkur að jafna sakirnar

"Það er hætt við því að það verði eitthvað sem komi á markið,“ segir markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson en hann mun væntanlega standa í ströngu í leiknum gegn Króatíu á sunnudag.

Kominn tími á að taka þá

Emil Hallfreðsson segir að sjálfstraustið sé gott í íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Króatíu. Miðjumaðurinn er ekki farinn að huga að heimferð eftir tæp tíu ár á Ítalíu og segir að hann verði alltaf með annan fótinn úti.

Ekki sjálfgefið að fá að spila fótbolta

Alfreð Finnbogason segist hafa lært mikið af því að hafa þurft að sitja á hliðarlínunni í hálft ár vegna meiðsla í vetur. Hann er nú heill heilsu og ætlar að láta til sín taka í landsleiknum gegn Króatíu á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×