Íslenski boltinn

Heimir: Jói Lax lenti í miklu basli með Atla

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. vísir/eyþór
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, lofaði frammistöðu sinna manna eftir sannfærandi 3-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld. Stjarnan tapaði þar með sínum fyrsta leik í sumar.

„Það er erfitt að segja að þetta hafi verið algjör úrslitaleikur fyrir okkur,“ sagði Heimir. „En það er betra að vera fjórum stigum á eftir en tíu, það er ljóst.“

Hann segir að það hafi verið fyrst og fremst betra hugarfar sem hann sá hjá hans mönnum í kvöld, miðað við aðra leiki í sumar. „Það var ákveðin samstaða hjá mönnum og liðsheild sem skóp sigurinn. Menn voru tilbúnir að hjálpa hverjum öðrum. Þegar FH gerir það þá er það ávísun á góðan leik.“

„Þetta er það sem hefur vantað í síðustu leiki. Það kom sem betur fer í dag. En við þurfum að átta okkur á því að þetta er bara einn leikur. Nú þurfum við að vera klárir í næsta leik.“

Atli Guðnason átti stórleik í kvöld og Heimir hrósaði honum. „Atli Guðna er þeim eiginleikum gæddur að eftir því sem leikirnir verða stærri, þeim mun betri verður hann. Ég vissi allan daginn að hann væri að fara spila vel í þessum leik. Jói Lax lenti í þvílíku basli með hann í leiknum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×