Íslenski boltinn

Elskar að skora á lokamínútunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ivan Bubalo er markahæstur í Inkasso-deildinni.
Ivan Bubalo er markahæstur í Inkasso-deildinni. vísir/andri marinó
Króatíski framherjinn Ivan Bubalo skoraði bæði mörk Fram þegar liðið vann 1-2 útisigur á Leikni F. fyrir austan í gær.



Bubalo hefur verið iðinn við kolann í sumar og skorað í öllum fimm leikjum Fram í Inkasso-deildinni, alls sex mörk.

Það merkilega er að Bubalo hefur skorað fjögur af þessum sex mörkum á 80. mínútu eða síðar.

Bubalo skoraði á 44. mínútu í 1-2 sigri á HK í 1. umferðinni.

Bubalo tryggði Fram stig gegn Haukum í 2. umferðinni þegar hann jafnaði metin í 2-2 úr vítaspyrnu á 95. mínútu.

Hann skoraði einnig jöfnunarmark í 2-2 jafntefli gegn Leikni R. í 3. umferð. Það kom á 80. mínútu.

Bubalo skoraði fyrra mark Fram í 2-1 sigri á ÍR í 4. umferðinni. Hann jafnaði þá metin í 1-1 á 82. mínútu.

Bubalo skoraði svo bæði mörkin gegn Leikni F. í gær. Það fyrra kom á 25. mínútu og það síðara úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Þrátt fyrir að hafa lent undir í þremur af fimm leikjum sínum, þar af tvisvar tveimur mörkum undir, er Fram í 2. sæti Inkasso-deildarinnar með 11 stig, einu stigi á eftir toppliði Þróttar. Það er ekki síst Bubalo og mörkunum hans að þakka.

Mörk Ivans Bubalo í Inkasso-deildinni í sumar:

1. umferð: HK 1-2 Fram, 44. mín (1-1)

2. umferð: Fram 2-2 Haukar, 90+5. mín (2-2)

3. umferð: Leiknir R. 2-2 Fram, 80. mín (2-2)

4. umferð: Fram 2-1 ÍR, 82. mín (1-1)

5. umferð: Leiknir F. 1-2 Fram, 25. mín (0-1), 90+4. mín (1-2)


Tengdar fréttir

Bubalo kramdi hjörtu Leiknismanna

Fram lyfti sér upp í 2. sæti Inkasso-deildarinnar með dramatískum 1-2 sigri á Leikni F. fyrir austan í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×